Nýjasta nýtt - 09.03.2012

Ný stjórn Advania

Finnbogi Jónsson stjórnarformaður og Skúli Mogensen nýr í stjórn

Ný stjórn Advania hf. var kjörin á aðalfundi félagsins hinn 7. mars 2012.

Aðalmenn eru þau Anna Rún Ingvarsdóttir, Einar Páll Tamimi, Finnbogi Jónsson, Skúli Mogensen og Þór Hauksson. Varastjórn skipa Erna Eiríksdóttir og Egill Tryggvason. Nýr stjórnarformaður er Finnbogi Jónsson.

 

Þeir Skúli og Egill eru nýir í stjórn félagsins, en úr stjórn gengu þeir Þorsteinn G. Gunnarsson fráfarandi stjórnarformaður og Gísli Hjálmtýsson.

Aðaleigandi Advania í dag með um 75% eignarhlut er Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, en einnig eru liðlega 40 aðrir hluthafar í félaginu. Þeirra stærstur er fjárfestingafélagið Títan með liðlega 5% hlut.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.