Nýjasta nýtt - 05.09.2012

Risasamningur Advania í Svíþjóð

Advania hefur undirritað stóran samning við sænsku tryggingastofnunina.


Advania hefur undirritað stóran samning við sænsku tryggingastofnunina um innleiðingu á nýju upplýsingakerfi. Samningurinn er til þriggja ára og heildarverðmæti hans er áætlað um 2,3 milljarðar íslenskra króna.

HEILDARLAUSN FYRIR SAMSKIPTI

Lausnin verður innleidd af Advania í Svíþjóð og nýtt af rúmlega 1.000 starfsmönnum þjónustuvers sænsku tryggingastofnunarinnar, en um er að ræða heildarlausn fyrir öll samskipti þjónustuvers við viðskiptavini stofnunarinnar, hvort heldur gegnum síma, tölvupóst, netspjall eða samfélagsmiðla.

ADVANIA LEYSIR TELIA AF HÓLMI

Lausnin mun leysa af hólmi eldri þjónustuverslausn frá sænska fjarskiptarisanum Telia. Samningurinn vannst að undangengnu útboði þar sem Advania atti meðal annars kappi við alþjóðlegu upplýsingatæknifyrirtækin CSC og Softronic.

SÉRÞEKKING Á SÍMALAUSNUM

"Samningurinn felur í sér mikla viðurkenningu á sérþekkingu Advania á sviði stafrænna símalausna sem samþættar eru öðrum upplýsingakerfum. Okkar lausn er með IP-högun og kemur frá samstarfsaðilanum Interactive Intelligence, sem er leiðandi á heimsvísu í samþættum samskiptalausnum. Önnur nýbreytni í þessum samningi er að þjónustan verður veitt sem áskriftarþjónusta með föstum mánaðargreiðslum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.