Nýjasta nýtt - 7.2.2018 15:20:00

Samráðsgátt stjórnvalda opnuð

Ríkisstjórnin hefur opnað samráðsgátt sem ætluð er til að auka gagnsæi og áhrif almennings við ákvarðanatöku opinberra aðila. Advania hannaði og forritaði vefinn sem er að finna á slóðinni samrads­gatt.Is­land.is Ríkisstjórnin hefur opnað samráðsgátt sem ætluð er til að auka gagnsæi og áhrif almennings við ákvarðanatöku opinberra aðila. Advania hannaði og forritaði vefinn sem er að finna á slóðinni samrads­gatt.is­land.is

Ríkisstjórnin hefur opnað samráðsgátt sem ætluð er til að auka gagnsæi og áhrif almennings við ákvarðanatöku opinberra aðila. Advania hannaði og forritaði vefinn sem er að finna á slóðinni samrads­gatt.is­land.is 

Á samráðsgáttinni getur fólk komið sínum sjónarmiðum á framfæri um hin ýmsu mál sem ráðuneytin hafa birt til samráðs. Gáttin sýnir drög að lagafrumvörpum og reglugerðum sem öllum er frjálst að senda umsagnir eða ábendingar um. Vefurinn er aðgengilegur og veitir yfirsýn yfir málaflokka. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að sjálf­virkri vökt­un upp­lýs­inga, hvort eft­ir mál­efna­sviði, stofn­un eða til­teknu máli. Að sam­ráðstíma­bili loknu er gerð grein fyr­ir úr­vinnslu at­huga­semda og niður­stöðu máls. Lögð er áhersla á skýra fram­setn­ingu og auðvelda notk­un.

Sam­ráðsg­átt­in er ætluð bæði al­menn­ingi og hags­munaaðilum, svo sem í at­vinnu­lífi, fé­laga­sam­tök­um og fræðasam­fé­lagi. Fyrst um sinn munu ein­ung­is ráðuneyti setja inn mál til sam­ráðs en lík­legt er að rík­is­stofn­an­ir og fleiri aðilar bæt­ist við síðar. Samráðsgáttin keyrir á vefusjónarkerfinu LiSU sem er ein af veflausnum Advania.

Myndin er tekin þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra opnuðu gáttina fyrr í vikunni. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.