Nýjasta nýtt - 24.1.2018 16:27:00

Tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin verða afhent föstudag 26.janúar í Hörpu. Viðburðurinn er uppskeruhátíð vefiðnaðarins þar sem framúrskarandi verkefni á liðnu ári eru verðlaunuð. Tilnefnt er til verðlauna í tólf flokkum og hefur Advania komið að verkefnum í fimm flokkum.

Íslensku vefverðlaunin verða afhent föstudag 26.janúar í Hörpu. Viðburðurinn er uppskeruhátíð vefiðnaðarins þar sem framúrskarandi verkefni á liðnu ári eru verðlaunuð. Tilnefnt er til verðlauna í tólf flokkum og hefur Advania komið að verkefnum í fimm flokkum.

Vefur Þjóðskrár Íslands er tilnefndur sem opinber vefur ársins. Advania sá um viðmót, grafíska hönnun og forritun vefjarins. Vefurinn keyrir á vefumsjónarkerfinu LiSU sem er ein af veflausnum Advania.
Tveir vefir Landsbankans eru tilnefndir til verðlauna. Umræðan er tilnefnd sem efnis- og fréttaveita ársins og farsímavefurinn tilnefndur sem vefkerfi ársins. Advania kom að forritun beggja vefja en þeir keyra báðir á LiSU.

Bæði siminn.is og vodafone.is voru tilnefndir sem fyrirtækjavefir ársins. Advania kom að forritun á vef Símans og sá um forritun á vef og vefverslun Vodafone. Vodafone.is keyrir á LiSU. 

SVEF, Samtök vefiðnaðarins sjá um framkvæmd Íslensku vefverðlaunanna. 7 manna dómnefnd velur þá vefi sem hljóta verðlaunin en í nefndinni situr fagfólk með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.