Nýjasta nýtt - 03.09.2012
Umhverfisstofnun semur við Advania
Umhverfisstofnun hefur samið við Advania um prentrekstur
Umhverfisstofnun hefur samið við Advania um allan prentrekstur á aðalskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík. Um er að ræða heildræna útvistun á þessu sviði í samvinnu Advania og Xerox.
"Í Prentrekstrarþjónustu Advania er allur rekstrar- og þjónustukostnaður innifalinn og viðskiptavinurinn greiðir einungis fyrir hvert prentað eintak. Prentrekstrarþjónusta er aðlöguð þörfum vinnustaða og sá sveigjanleiki var mikilvægur við undirbúning samstarfsins við Umhverfisstofnun.“ segir Karl Jóhann Gunnarsson hjá Advania.
"Í Prentrekstrarþjónustu Advania er allur rekstrar- og þjónustukostnaður innifalinn og viðskiptavinurinn greiðir einungis fyrir hvert prentað eintak. Prentrekstrarþjónusta er aðlöguð þörfum vinnustaða og sá sveigjanleiki var mikilvægur við undirbúning samstarfsins við Umhverfisstofnun.“ segir Karl Jóhann Gunnarsson hjá Advania.
Prentrekstrarþjónusta Advania er umhverfisvæn laus
„Okkar markmið er vitaskuld að vera til fyrirmyndar þegar kemur að notkun umhverfisvænna lausna í starfseminni. Við erum ánægð að vera komin með Svansmerktan pappír og umhverfismerkta vaxprentara frá Xerox með notendaviðmót, sem gerir okkur meðal annars kleift að mæla umhverfislegan ávinning. Ekki skemmir fyrir að við sjáum hugsanlega fram á umtalsverða lækkun á heildarkostnaði vegna prentunar," segir Gylfi Ástbjartsson, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Umhverfisstofnun.