Nýjasta nýtt - 04.09.2013

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Uppselt er á Haustráðstefnu Advania sem haldin verður 6. september á Hilton Nordica hótelinu og er skráning á biðlista hafin.



Uppselt er á Haustráðstefnu Advania sem haldin verður næst komandi föstudag 6. september á Hilton Nordica hótelinu og er skráning á biðlista hafin.  Rúmlega 800 manns hafa tilkynnt um þátttöku sína og því er ljóst að ráðstefnan í ár verður sú fjölsóttasta frá upphafi en þetta er 19. Haustráðstefnan sem Advania og forverar fyrirtækisins halda.  Á Haustráðstefnu Advania í ár verður boðið upp á 4 málstofur með 32 fyrirlestrum frá innlendum og erlendum sérfræðingum, notendum og stjórnendum í upplýsingatæknimálum fyrirtækja.  


Málstofurnar eru eftirfarandi:

  • Stafræn útgáfa og framtíðin í upplýsingatækni
  • Reynslusögur og stjórnun
  • Big data, viðskiptagreind og gagnavinnsla
  • Skýjalausnir og hagnýting snjalltækja

Alþjóðlegir straumar og stefnur 

16 erlendir fyrirlesarar frá eftirfarandi leiðandi alþjóðlegum upplýsingatæknifyrirtækjum halda erindi á ráðstefnunni að þessu sinni:  HID Global, International Data Centre Group, Dell, VCE, Microsoft, SAP, Pivotal, IBM, Scytl, Citrix, Palo Alto Networks, Cisco, Targit, Gartner og Xerox. 


Lykilfyrirlesarar á Haustráðstefnu Advania í ár eru:

Jón Gnarr borgarstjóri  er fyrsti lykilfyrirlesari ráðstefnunnar en leynd hvílir yfir fyrirlestri hans Steve Midgley Head of Amazon Web Services (EMEA) en kynning hans ber yfirskriftina „Nýsköpun með tölvuskýjum - Innovation Powered by the Cloud“Michael Schrage Research Fellow hjá MIT Sloan School´s Center for Digital Business fjallar um hvernig fyrirtæki geta náð samkeppnisforskoti með nýstárlegum aðferðum

Hvað eru íslensk fyrirtæki að gera á sviði upplýsingatækni?

17 innlendir fyrirlesarar varpa ljósi á hvernig íslensk fyrirtæki hagnýta sér upplýsingatæknina. Þessi fyrirtæki eru N1, Simon.is, Advania, Icelandair, Kjarninn, Meniga, Háskólinn í Reykjavík, Þjóðskrá Íslands, Auðkenni, Landsbankinn, Advania, OZ, Ásbjörn Ólafsson ehf. og Lumenox. 

Beinn aðgangur að sérfræðingum Advania

Nýr liður í dagskrá Haustráðstefnu Advania er beinn aðgangur að sérfræðingum Advania í svokölluðu sérfræðingahorni en þangað geta ráðstefnugestir leitað hafi þeir brennandi spurningar um úrlausn mála eða nýjungar í upplýsingatækni.
 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.