GEOFF KNEEN, FORSTJÓRI ADVANIA Í BRETLANDI, OG PAUL BARLOW, FORSTJÓRI SERVIUM.

Fréttir - 12.6.2024 13:11:22

Advania stækkar enn frekar með kaupum á Servium í Bretlandi

Advania í Bretlandi mun auka vöruframboð sitt eftir kaup á Servium Limited. Tilkynnt var um kaup Advania á öllu hlutafé Servium rétt í þessu.

Með þessum kaupum mun Advania stækka núverandi endursölustarfsemi sína og auka möguleika sína á að veita viðskiptavinum heildstæðari þjónustu í Bretlandi og Evrópu.

Servium er einkarekið upplýsingatækniþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í stýrðri þjónustu, hagræðingu upplýsingatækniinnkaupa of eignastýringu vélbúnaðar og hugbúnaðar. Bæði fyrirtækin eru þekkt fyrir áherslu á frammúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Núverandi viðskiptavinir Servium munu njóta góðs af umfangsmikilli tækni- og stafrænni umbreytingarþjónustu Advania.  Kaupin gera Advania kleift að bjóða enn breiðara framboð á þjónustu, hugbúnaði og vélbúnaði og styrkja tengsl við leiðandi framleiðendur og dreifingaraðila í Bretlandi. Viðskiptavinir munu svo auðvitað halda áfram að njóta góðs af alhliða þjónustu Advania frá upphafi til enda.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.