GEOFF KNEEN, FORSTJÓRI ADVANIA Í BRETLANDI, OG PAUL BARLOW, FORSTJÓRI SERVIUM.

Fréttir - 12.6.2024 13:11:22

Advania stækkar enn frekar með kaupum á Servium í Bretlandi

Advania í Bretlandi mun auka vöruframboð sitt eftir kaup á Servium Limited. Tilkynnt var um kaup Advania á öllu hlutafé Servium rétt í þessu.

Með þessum kaupum mun Advania stækka núverandi endursölustarfsemi sína og auka möguleika sína á að veita viðskiptavinum heildstæðari þjónustu í Bretlandi og Evrópu.

Servium er einkarekið upplýsingatækniþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í stýrðri þjónustu, hagræðingu upplýsingatækniinnkaupa of eignastýringu vélbúnaðar og hugbúnaðar. Bæði fyrirtækin eru þekkt fyrir áherslu á frammúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Núverandi viðskiptavinir Servium munu njóta góðs af umfangsmikilli tækni- og stafrænni umbreytingarþjónustu Advania.  Kaupin gera Advania kleift að bjóða enn breiðara framboð á þjónustu, hugbúnaði og vélbúnaði og styrkja tengsl við leiðandi framleiðendur og dreifingaraðila í Bretlandi. Viðskiptavinir munu svo auðvitað halda áfram að njóta góðs af alhliða þjónustu Advania frá upphafi til enda.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.