Nýjungar í fjarfundabúnaði
Yealink MeetingBoard – er gagnvirkur teikniskjár með fjarfundarbúnaði fyrir Microsoft Teams.
Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna
Nýjung frá Yealink vann Reddot hönnunarverðlaunin 2022 og er frábær lausn fyrir fundi, teymisvinnu og kennslu. Það eina sem þarf að gera er að tengja við rafmagn og byrja að funda, teikna og vinna saman.
Yealink MeetingBoard sameinar allt sem þarf í fundarherbergi eða opið vinnurými og ekki skemmir fyrir að hægt er að fá hann á hjólum. 65” eða 85” snertiskjár með penna til þess að teikna á, 4k háskerpu myndavél, hljóðnema og hátalara. Hægt er að tengja skjáinn við þráðlaust net eða netsnúru. Kerfið er með öflugan örgjörva og sérhannað stýrikerfi fyrir Microsoft Teams.
Skýr mynd og góð myndgæði
Í skjánum er 4K háskerpu myndavél með 120° sjónhorni sem hentar vel fyrir minni og millistór herbergi. En einnig er hægt að bæta við PTZ myndavél ofan á skjáinn sem bætir þá 12x/6x optical linsu á kerfið ef herbergið er stórt. Myndavélin lokar fyrir linsuna þegar það er ekki fundur í gangi. Myndavélin býður upp á möguleikana á því að elta þann sem talar, finna bestu myndina miðað við fólk í herberginu og einnig upp á nýjan möguleika þar sem öll andlit í herberginu eru sett saman í margar myndir.
Frábær hljómur og skýrt hljóð
Það eru 16 stefnuvirkir hljóðnemar í skjánum og 6 hátalarar sem veita einstaklega góð hljómgæði hvort sem það er í fundarherberginu eða opna rýminu. Einnig er hægt að tengja kerfið við hljóðnema í lofti eða borði.
Teiknimöguleikar
MeetingBoard kerfið notar Microsoft Whiteboarding sem er í Teams þannig að þú getur unnið með fólki tengt í fjarfundi. Einnig býður teikniborðið upp á fjölbreytt útlit á línum, gulum miðum, myndum og fleira sem hjálpar þér og þínu fólki að vinna betur saman.
Hvar og hvernig sem er
Hægt er að fá lausnina með veggfestingum eða á hjólum sem gefur þér frelsi til þess að ferðast með tækið á milli rýma á skrifstofunni.
Yealink reiknar með að tækið komi á markað í maí og Advania hefur nú þegar tryggt sér búnað og getum við ekki beðið eftir því að fá hann í hús, en nánar um það síðar.
Yealink DeskVision A24
Yealink er einnig að koma fram með aðra skjálausn sem verður sérhönnuð fyrir skrifborðin. Hvort sem það er í næðisrými, heimaskifstofunni, í opna rýminu eða í frjálsa sætavalinu.
Hér má sjá myndband sem sýnir skjáinn í notkun en við komum með nánari upplýsingar um hann á næstunni. Við reiknum með þessari græju í ágúst.
Microsoft mælir með Yealink
Advania er með á sínum snærum helstu sérfræðinga landsins í Microsoft Teams og henta Yealink lausnirnar einstaklega vel með Teams enda með mjög mikið úrval af Teams búnaði. Það er því engin furða að Microsoft mæli með Yealink þegar kemur að vali á búnaði eins og sjá má í þessu myndbandi.
Advania er þinn sérfræðingur
Við hjá Advania erum sérfræðingar í vali á búnaði og réttri uppsetningu, við vinnum náið með Yealink og Microsoft og erum hér til að aðstoða þig. Heyrðu endilega í okkur.