15.02.2024

Fullt út úr dyrum á morgunverðarfundi Advania um gervigreind

Í gær fór fram morgunverðarfundur um gervigreind í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni. Einnig var sýnt var frá viðburðinum í gegnum streymi á starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri.

Fullt var á viðburðinn og komust færri að en vildu svo það er ljóst að áhuginn á gervigreindinni eykst bara með hverri lausninni sem bætist við flóruna.

Farið var yfir þróun gervigreindarinnar síðan hún komst fyrst í tal og þær lausnir sem eru að nýtast fyrirtækjum hér á landi núna.

Berenice Barrios, forstöðumaður rekstrarlausna hjá Advania, sagði gestum frá Copilot fyrir Microsoft 365 sem kom út í lok ársins 2023. Forritið er strax byrjað að hafa áhrif á það hvernig starfsmenn fyrirtækja vinna, enda er markmiðið með lausninni að spara tíma fólks og einfalda þeim vinnuna. Advania mun bjóða upp á námskeið í notkun Copilot, sem verður nánar auglýst síðar.

Á fundinum voru líka umræður um þau vandamál sem stórfyrirtæki hafa verið að lenda í með ChatGPT, en mörg hafa bannað notkun þess eftir að kóði, mikilvægt trúnaðargagn fyrirtækis, lak í aðalmódelið þeirra. Advania er nú byrjað að bjóða upp á lausn til að tryggja öryggi gagna fyrirtækja hér á landi.

Gervigreindarlarlausnir hjá Advania

Gagnagreining, sjálfvirkni og vinna með gervigreind er ekki lengur bundin við kostnaðarsöm tól. Fáðu aðstoð frá sérfræðingum við að tileinka þér krafta gervigreindarinnar og tryggðu að þinn vinnustaður heltist ekki úr lestinni.

Sjáðu gervigreindarlausnir hjá Advania

Advania Private ChatGPT er ný lausn sem unnin er í samstarfi við Advania í Bretlandi. Um er að ræða gervigreindartól sem starfsmenn fyrirtækja geta notað með öruggari hætti og tengt við gögn með mismunandi uppruna sem liggja innan veggja fyrirtækisins. Gögnin eru ekki notuð til að þjálfa gervigreindarmódel.

Það skiptir máli að sjá hvar tækifærin liggja og fá sem mest út úr notkun gervigreindarlausna. Því býður Advania upp á stuðning í kringum alla þætti er varða innleiðinguna. Sérstakt Power BI mælaborð inni í kerfinu vakti líka athygli gesta fundarins, en þar geta stjórnendur séð hverjir innan fyrirtækisins eru að nýta sér lausnina og hvernig. Þannig geta fyrirtæki kortlagt notkun gervigreindarinnar innan fyrirtækisins, séð hverjir eru að nota lausnina mest og gætu þar með kennt öðrum sem eru að nota tæknina minna.

Rætt var um algengan misskilning um gervigreindina, eins og að hún hafi mannlega getu og fleira í þeim dúr. Fyrirlesarar ræddu einnig um reglugerð EU varðandi gervigreind sem mögulega tekur gildi í vor eða sumar.  Nánari upplýsingar um gervigreind má finna á Advania.is/gervigreind

Fleiri fréttir

Blogg
12.05.2025
Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.