14.04.2025

Hvað er sveigjanleiki á vinnustað?

Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.

Ingunn Guðmundsdóttir
mannauðssérfræðingur hjá Advania

Meira en bara fjarvinna

Sveigjanleiki á vinnustað vísar til stefnu og starfshátta sem veita starfsfólki meira frelsi til að ákveða hvenær, hvar og hvernig þau vinna. Þetta snýst ekki eingöngu um fjarvinnu — heldur felur það líka í sér sveigjanlegan vinnutíma og sjálfræði til að nálgast verkefnin á ólíkan máta. Sveigjanleikinn er gerður til þess að mæta ólíkum þörfum starfsfólks og ýtir undir það sjónarmið að framleiðni er ekki bundin við hefðbundið vinnufyrirkomulag.

COVID-19 heimsfaraldurinn flýtti innleiðingu sveigjanlegra vinnuaðferða og sýndi að margar stofnanir og fyrirtæki geta bæði starfað og dafnað við óhefðbundin vinnuskilyrði. Starfsfólk sem hafði kost á fjarvinnu eða sveigjanlegum vinnutíma greindi til að mynda frá meiri starfsánægju og betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Síðustu árin hefur sveigjanleiki síðan orðið ein helsta krafa starfsfólks þegar það velur sér vinnustað.

Samvera hefur mikilvægt gildi

Þó að við bjóðum upp á fjarvinnu og sveigjanleika þá hvetjum við til jafnvægis á milli þess að fjarvinnu og mætingar á skrifstofuna. Að eyða tíma í sama rými og samstarfsfólkið þitt hefur mikið gildi. Það stuðlar að félagslegum tengslum, samvinnu og eflir tilfinningu fyrir að tilheyra. Kaffispjöllin og óformlegar samræður eru oftar en ekki sá vettvangur þar sem góðar hugmyndir kvikna fyrir utan það að menning vinnustaðarins styrkist.

Jafnvægi

Sveigjanleiki snýst því um val og jafnvægi. Hann gerir starfsmönnum kleift að vinna að heiman þegar það hentar en hvetur jafnframt til samveru á vinnustaðnum til að efla fagleg og félagsleg tengsl. Með þessu skapar fyrirtækið vinnuumhverfi sem styður við persónulegar aðstæður hvers og eins en heldur samt sterkum og samstilltum hópi.

Sveigjanleiki er á endanum meira en fyrirkomulag vinnu—hann snýst um að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu. Hvort sem starfsmaður er að samræma vinnu og umönnun barna eða annarra fjölskyldumeðlima, glíma við persónulegar áskoranir, sinna áhugamálum eða að leitast við að ná betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs, þá tryggir sveigjanleiki að viðkomandi geti gefið vinnunni sitt besta.

Með því að innleiða sveigjanleika, hvort sem það er með fjarvinnu, sveigjanlegum vinnutíma eða öðrum úrræðum, sendum við skýr skilaboð: Við mætum starfsfólki þar sem það er statt í lífinu og veitum því svigrúm til að ná jafnvægi. Þetta er stefna sem við trúum á—og við höldum áfram að þróa hana til að mæta þörfum okkar starfsfólks. Því við erum Advania: Tæknifyrirtækið sem setur fólk í fyrsta sæti.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.