08.07.2024

Meiri sjálfvirkni með nýjungum í Mannauðslausnum Advania

Mannauðslausnir Advania eru í stöðugri þróun og nýjustu breytingar fela í sér meiri sjálfvirkni sem einfaldar stjórnendum og starfsfólki að leysa sín verkefni og skapa meiri tíma fyrir mannlega þáttinn. Hér förum við yfir helstu breytingar.

Kjarakönnun Intellecta í H3

Kjarakönnun Intellecta er nú hægt að senda með vefþjónustu frá H3. Þetta tryggir gæði og öryggi gagna og gerir það að verkum að nú er hægt að fá örari niðurstöður með upplýsingar um launakjör starfsmanna.

Gögnin eru fengin úr H3 miðað við skráðar forsendur sem tryggir áreiðanleika gagnanna.

Styrkir í Flóru

Í Flóru er hægt að bjóða starfsfólki að sækja um styrki eins og til dæmis heilsustyrk, samgöngustyrk eða símastyrk. Einnig er hægt að stofna aðrar styrkjaumsóknir eftir þörfum. Starfsfólk hefur yfirsýn yfir sína styrki, hvaða upphæð er í boði og hvenær var síðast sótt um. Með umsóknum er hægt að bæta við fylgiskjölum og undirrita viðauka rafrænt ef þess er óskað. Umsjónaraðili styrkja getur yfirfarið umsóknir í Flóru og samþykkt til greiðslu.

Hægt er að bjóða upp á ýmsa styrki í Flóru og starfsfólk hefur góða yfirsýn yfir sína styrki.

Hægt er að bjóða upp á ýmsa styrki í Flóru og starfsfólk hefur góða yfirsýn yfir sína styrki.

Rafrænar undirritanir með Taktikal í H3

Auk rafrænna undirritanna með Signet er nú hægt að senda skjöl frá H3 í rafræna undirritun með Taktikal. Með því að nota Taktikal í H3 fyrir rafrænar undirskriftir mun það skila sér í hraðari afgreiðslu, hagkvæmari umsýslu skjala og betri upplifun viðskiptavina.

Með því að senda skjal til rafrænnar undirritunar frá H3 hafa viðskiptavinir þann kost að:

  • Að vista skjalið beint ofan í skjalaskáp starfsmanns í H3.
  • Að senda skjalið með tölvupósti sem er sérsniðinn fyrir þinn vinnustað

Betri yfirsýn yfir laun starfsfólks

Nýjum dálkum hefur verið bætt við á starfsmannaspjald í Skrá tíma og laun sem sýna heildarlaun, heildarlaun með launatengdum gjöldum og útborguð laun. Þetta gefur notendum betri yfirsýn yfir launakostnað á sama stað í Skrá tíma og laun yfirsýninni.

Starfsmannaspjaldið gefur góða yfirsýn yfir launamál.

Starfsmannaspjaldið gefur góða yfirsýn yfir launamál.

Er allt klárt fyrir áætlunargerð?

Launaáætlun H3 veitir stjórnendum góða yfirsýn yfir launakostnað og gerir þeim kleift að gera áreiðanlegar áætlanir byggðar á raunhæfum gögnum.

Gögnin geta ýmist verið sótt úr launakerfinu, vinnuframlagi hvers mánaðar, árs eða annars skilgreinds tímabils. Gögnin miðast við launataxta sem í gildi voru þegar rauntölur voru sóttar. Með því móti fáum við inn árstíðarbundnar sveiflur og vinnan við forsendur áætlunar er lágmörkuð um leið og yfirsýn er aukin.

Ný sniðmát fyrir notendur Samtals í samstarfi við Mental ráðgjöf

Mannauðslausnin Samtal styður við stjórnendur og mannauðsfólk og býður upp á faglega nálgun við framkvæmd samtala. Í samstarfi við Mental ráðgjöf höfum við nú bætt við tveimur sniðmátum sem stjórnendur geta nýtt sér í samtölum við sitt starfsfólk. Þemu sniðmátana eru reglulegt innlit stjórnanda og viðverusamtal.

Reglulegt innlit stjórnanda

Tilgangur reglulegs innlits er að byggja upp traust og skapa formlegan vettvang fyrir stjórnendur og starfsfólk til þess að ræða saman með reglubundnum hætti um líðan og ánægju, geðheilsu og aðra þætti sem snúa að daglegri líðan og verkefnum. Með reglulegum innlitum gefst starfsfólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um leið og stjórnendum gefst færi á að koma til móts við starfsfólk og grípa fyrr inn í ef vandi er í uppsiglingu.

Viðverusamtal - samtal um tíða fjarveru frá vinnu

Tilgangur viðverusamtals er að skapa formlegan vettvang fyrir stjórnendur og starfsfólk til að fara yfir stöðu skammtímafjarvista og er ætlað sem snemmbært inngrip fyrir stjórnendur til þess að bregðast við tíðri skammtímafjarveru starfsfólks.

Ertu með spurningar? Ekki hika við að hafa samband við mannauðslausnir hjá Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.