Blogg, Microsoft, Nýjasta nýtt - 13.7.2022 11:17:12

Sjálfbærara Advania með Microsoft

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni. Advania er fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í þessu verkefni Microsoft.

Yfirlýsingin tekur á fimm áhersluatriðum sem Advania hyggst leggja frekari áherslu á í sjálfbærnivegferð sinni. Þau eru stafræn hæfni, sjálfbærni, ábyrg og siðferðisleg gervigreind, netöryggi og inngilding og fjölbreytileiki. Þessar áherslur falla vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem að eru leiðarvísir sjálbærnisstefnu Advania.

Microsoft biðlar til þeirra samstarfsaðila sem skrifa undir viljayfirlýsinguna að velja sér áhersluverkefni og Advania hefur valið að leggja mesta áherslu á netöryggi. Advania vinnur að því að vera leiðandi á því sviði og að stuðla að vitundarvakningu um öryggi meðal starfsfólks og viðskiptavina sinna.

Sem samstarfsaðili að Microsoft Partner Pledge skuldbindur Advania sig í að taka þátt í Microsoft Sustainability Summit á tveggja ára fresti. Til þess að læra af öðrum og leggja línunrnar fyrir framtíðina.

Kynntu þér Microsoft hjá Advania  og meira um sjálfbærnistefnu Advania má lesa hér.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Fréttir
20.06.2025
Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands
Fréttir
11.06.2025
Advania vinnur að því ásamt NVIDIA að setja upp séríslenskt gervigreindarský, þjónustu sem tryggir íslensku atvinnulífi aðgengi að nauðsynlegu reikniafli til þess að knýja áfram aukna eftirspurn eftir gervigreindarvinnslum. Hérlent gervigreindarský takmarkar nauðsyn mikilla fjárfestinga fyrirtækja og stofnana á fyrstu stigum við innleiðingu og nýtingu gervigreindar, ásamt því að öryggi gagna verður að fullu tryggt.
Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Blogg
22.05.2025
Meraki er stjórnunarkerfi í skýinu fyrir netbúnað. Með því geta fyrirtæki og stofnanir fylgst með og stjórnað WiFi netum, netbeinum, öryggiskerfum og fleiru í gegnum einfalt stjórnborð á netinu. En af hverju ætti þinn vinnustaður að íhuga Cisco Meraki?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.