05.09.2024

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Vefhluti þrítugustu Haustráðstefnu Advania fór fram í gær og í dag fer aðaldagskráin fram fyrir fullum sal í Hörpu. Í Silfurbergi mun fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara stíga á svið og verður áhersla lögð á gervigreind, öryggismál og sjálfbærni. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár er Nina Schick.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Aðaldagskráin hefst í Silfurbergi klukkan 10 í dag en upp úr klukkan átta hefjast fyrstu hliðarviðburðirnir í Hörpu.

Uppselt er á Haustráðstefnuna í ár og komust færri að en vildu.

Enn er þó hægt að skrá sig á pallborðsumræður um íslensku og gervigreind í Kaldalóni Hörpu, en viðburðurinn er opinn öllum sem skrá sig og þarf ekki að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta. Viðburðurinn hefst klukkan 14.

Óttar Kolbeinsson Proppé sérfræðingur í máltækni hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu stýrir sérstökum pallborðsumræðum um gervigreind og íslenska tungu.

Í pallborðinu verða Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf, Vilhjálmur Þorsteinsson stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, Lilja Dögg Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri Almannaróms og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Bara tala.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.