05.09.2024

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Vefhluti þrítugustu Haustráðstefnu Advania fór fram í gær og í dag fer aðaldagskráin fram fyrir fullum sal í Hörpu. Í Silfurbergi mun fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara stíga á svið og verður áhersla lögð á gervigreind, öryggismál og sjálfbærni. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár er Nina Schick.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Aðaldagskráin hefst í Silfurbergi klukkan 10 í dag en upp úr klukkan átta hefjast fyrstu hliðarviðburðirnir í Hörpu.

Uppselt er á Haustráðstefnuna í ár og komust færri að en vildu.

Enn er þó hægt að skrá sig á pallborðsumræður um íslensku og gervigreind í Kaldalóni Hörpu, en viðburðurinn er opinn öllum sem skrá sig og þarf ekki að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta. Viðburðurinn hefst klukkan 14.

Óttar Kolbeinsson Proppé sérfræðingur í máltækni hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu stýrir sérstökum pallborðsumræðum um gervigreind og íslenska tungu.

Í pallborðinu verða Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og meðeigandi Tiro ehf, Vilhjálmur Þorsteinsson stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, Lilja Dögg Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri Almannaróms og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Bara tala.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.