Fréttir, Nýjasta nýtt - 27.06.2022

Vegna truflana á neti

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins. Sérfræðingar Advania hafa notið liðsinnis framleiðenda búnaðar við að greina vandamálið. Þegar rót vandans fannst var farið í hjáleið til að koma í veg fyrir frekari truflanir og lauk því verki um kl. 14.30 á föstudag. Síðan þá hefur net verið stöðugt og ekki er búist við frekari truflunum. Rétt er að taka fram að bilunina má ekki rekja til árásar á netkerfið heldur hugbúnaðarvillu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta olli viðskiptavinum.   

Nánar um atburðarásina á advania.info

Efnisveita

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.
Um tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni hyggjast ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum.
Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.
Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.
Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Platínum partner 2022 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin hér heima í Hörpu.
Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.