Dell OptiPlex - ein með öllu

Sambyggð tölva og skjár
Hér er á ferðinni einstök hönnun þar sem tölvan er sambyggð skjánum, með innbyggðum spennugjafa og möguleika á veggfestingu. Með þessari hönnun er borðpláss sparað og snúrum fækkað.Vottuð fyrir Microsoft Lync
OptiPlex 9010 AIO er með 23" skjá, innbyggðri vefmyndavél og nýjustu tegund af Intel örgjörva. Vélin er vottuð fyrir Microsoft Lync samskiptaforritið sem mörg fyrirtæki eru að nota. Hún er ennfremur með ISV vottun fyrir heilsugæslu- og menntastofnanir.
Öruggur og fljótur gagnaflutningur
OptiPlex 9010 AIO er með gott aðgengi að USB 3.0 tengjum fyrir öruggan og fljótan gagnaflutning. Auðvelt er að tengja auka skjá við vélina í gegnum hefðbundið Video Graphics Array (VGA) tengi eða High-Definition Multimedia Interface (HDMI).Stuðningur við sýndarlausnir (VDI)
Innbyggður stuðningur er í tölvunni fyrir sýndarlausnir svo sem On Demand Desktop Streaming eða við sýndavélalausnir í biðlurum. Vélin nýtur einnig sama Image og aðrar tölvur í OptiPlex línunni sem þýðir að það tekur skamma stund að setja hana upp á nýtt. Hægt er að uppfæra Basic Input Output System (BIOS) með fjartengingu. Nýta má Dell Remote Hard Drive Wipe og þurrka allt af harða diskinum ef með þarf.
Um höfundinnPáll Marcher Egonson er vörustjóri Dell hjá Advania. Hann hefur áhuga á golfi, ferðlögum og Dell tölvunördadóti.
Hafa sambandAdvania býður upp á fjölbreytt úrval Dell tölvubúnaðar fyrir atvinnulífið. Ef þú vilt vita meira um lausnir frá Dell hafðu þá samband við Pál með því að senda honum tölvupóst.