6.2.2013 | Blogg

Citrix Synergy ráðstefnan, mekka þeirra sem lifa og hrærast í Citrix

advania colors line

Hin árlega Citrix Synergy ráðstefna var haldin í Barcelona síðastliðinn október. Gríðarlegur fjöldi þátttakenda var á staðnum og tókst ráðstefnan mjög vel í alla staði. Fjöldi fyrirlestra stóð til boða og voru þeir afar fjölbreyttir og gat hver og einn þátttakandi fundið eitthvað á sínu áhuga- og fagsviði. Einnig var hægt að taka þátt í svokallaðri „Geeks speak“ þar sem hægt var að spyrja hönnuði út í hver var pælingin á bak við virkni hugbúnaðar eða kerfa.

Eftirfarandi bar hæst á ráðstefnunni

Cloud Computing
Citrix er mjög ákveðið að færa sig í áttina að skýlausnum. Til dæmis má nefna hugbúnaðinn Project Avalon sem er sjálfsafgreiðsluþjónusta en með honum geta notendur Citrix búið til sína eigin vélar og stjórnað þeim. Þeir geta til dæmis úthlutað minni, örgjörvaafli og hvaðeina sem lýtur að rekstri vélanna. Þetta er gríðarlega flottur og öflugur hugbúnaður sem klárlega á eftir að heilla marga kerfisstjórann og almenna notendur.

Desktop Virtualisation (VDI-in-a-Box)
Desktop Virtualisation (VDI-in-a-Box) er sýndarumhverfi þar sem notandinn fær sitt eigið Windows 7 eða Windows 8 umhverfi. Þar getur kerfisstjórinn með mjög lítilli fyrirhöfn enduruppsett vél ef hún er óstarfhæf. Ein endurræsing er nóg til að notandi fái upp vélina upp eins og nýja og óþarft er að setja upp hugbúnað aftur. Með þessum hætti er hægt að búa til tugi véla og koma í rekstur á nokkrum klukkustundum. Þetta felur í sér gríðarlegan sparnað á fjármunum og tíma hjá fyrirtækjum.

Mobile Workstyles
Citrix er stöðugt að vinna að því að notendur snjallsíma og spjaldtölva eigi auðveldara að tengjast vinnunni sinni. Sé Citrix umhverfi í notkun á annað borð er hægt með litlum tilkostnaði að koma upp mjög öruggri lausn sem gerir þessum notendum klefit að keyra upp bókhaldshugbúnað, SharePoint eða annan
hugbúnað sem tengist daglegri vinnu á snjallsíma eða spjaldtölvu.

NetScaler
Netscaler er gríðarlega öflug lausn sem er nýtt til að álagsjafna mikið notaða vefi. Netscaler minnkar stórlega hættuna á því að vefir séu hakkaðir eða verði óeðlilega hægir þegar álag er mikið. Mörg af stærstu vefsvæðum heims keyra á bak við NetScaler. Þar má til dæmis nefna vefsetur Amazon.com, Microsoft, eBay, Weather.com, CNET, og MasterCard . Alls keyra um 10 milljón vefsvæða á bak við NetScaler um allan heim.

Podio
Nýverið keypti Citrix „Social“ fyrirtækið Podio en hugbúnaðurinn sameinar virkni SharePoint og Facebook. Podio er hugsaður sem innri vefur fyrir fyrirtæki og stofnanir og með honum má stofna fundi, búa til viðburði, skrá in leyfi, verkefnalista og einnig styður Podio við verkefnastjórnun.

Aðrar lausnir
Fjöldi annara lausna eru í boði frá Citrix sem vert er að gefa gaum. Þar má til dæmis nefna Xen ServerXenApp og XenClient. Þessar lausnir og margar aðrar geta minnkað kostnað sem tengist vél- og hugbúnaðarkaupum verulega.

Hýsingarumhverfi Advania byggir á Citrix

Hýsingarumhverfi Advania byggir á lausnum frá Citrix. Þetta gerir okkur kleift að bjóða örugga lausn þar sem áræðanleiki, uppitími og jafnframt einfaldleiki fyrir viðskiptavininn er hafður í fyrirrúmi. Með Citrix má tengjast hvar sem er hvenær sem er svo framarlega að netsamband sé til staðar. Þá skiptir engu hvort notandinn er að nota Windows vél, Mac stýrikerfi, iOS eða Android.  
Prentun er ekki vandamál með Citrix hýsingu

Í kerfisleigu Advania álagsjafnar Citrix tengingum notanda þannig að hann tengist ávallt þeirri vél sem er í minnstri notkun. Þetta tryggir hámarksafköst. Eitt af helstu vandamáluum sem hafa loðað við hýsingu tölvukerfa er prentun. Með lausnum Citrix lausninni hefur vandkvæðum sem tengjast prentun fækkað stórkostlega. Citrix tekur með sér prentara af útstöðinni yfir netið og ekki þarf að setja sérstaka rekla á prentþjóna eða hýsingarþjóna. Citrix er með sína eigin prentrekla sem ganga í 99% af öllum prenturum sem eru í notkun í heiminum í dag.

Ekki hika við að vera í sambandi

Mikil hagræðing er fyrir notendur kerfisleigu Advania að tengjast með Citrix en eins og áður er lýst geta nýtt Citrix lausnir til að tengjast innri kerfum fyrirtækisins í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu og unnið vinnu sína  hvar og hvenær sem er, hvort sem er í gegnum þráðlaust net eða 3G tengingu.

Við hjá Advania erum boðin og búin til að veita upplýsingar um allt sem snýr að Citrix. Ekki hika við að senda fyrirspurn ef einhverjar spurningar vakna.   

TIL BAKA Í EFNISVEITU