28.10.2015 | Blogg

Nýjungar og umbætur í NAV 2016

advania colors line
Microsoft hefur gefið út nýja útgáfu af Microsoft Dynamics NAV viðskiptahugbúnaðinum. Með þessari nýju útgáfu er óhætt að segja að nýir tímar séu að renna upp fyrir þá fjölmörgu aðila sem nýta sér þetta öfluga viðskiptakerfi. Hér er farið yfir helstu atriðin sem almennir notendur í kerfinu munu geta nýtt sér í sínum störfum.
 

Fullkomin tenging við Dynamics CRM

Með NAV 2016 kemur innbyggð tenging á milli Microsoft Dynamics CRM og Microsoft Dynamics NAV. Tengingin kemur í veg fyrir ósamræmi og tvöföldun á gögnum á milli kerfana og eykur þannig skilvirkni í notkun hvors kerfis fyrir sig.

Sama viðmót fyrir öll tækin þín

Með NAV 2016 er hægt að nálgast viðskiptakerfið í gegnum samræmt viðmót í gegnum spjaldtölvur og síma. Viðmótið allt tekur mið af hlutverki hvers starfsmanns fyrir sig. Þannig getur bókari haft aðra sýn á hlutina en t.d. sölumaður eða forstjóri.

Umbætur á vefviðmóti

 Með NAV 2016 er Microsoft einu skref nær því að gera vefmiðmóti NAV að fullkomnu vinnusvæði fyrir daglega notkun meirihluta NAV notenda. Með aukinni samþættingu á milli Office 365, Power BI, Dynamics CRM og Dynamics NAV verður enn mikilvægar að vefviðmótið svari þörfum nútímans um hraða, einfaldleika og framleiðni. 

Word sniðmát, útlit fylgiskjals og skýrslubreytingar

Með NAV 2016 er nú hægt að skilgreina sérsniðið útlit á fylgiskjal pr. viðskiptavin eða lánardrottinn og jafnframt tilgreina tölvupóstfang sem senda á viðkomandi fylgiskjal á. Einnig hafa verið gerðar breytingar á um 25 skýrslum og þeim snúið í "landscape" úr "portrait". Með þessu er verið að bæta útlit og auðvelda lestur.

Skönnun reikninga

Með NAV 2016 er nú hægt að skrá fylgiskjöl, t.d. pdf skjöl frá lánardrottnum, skönnuð skjöl eða ljósmyndir af skjölum, og hengt þau á innkaupapantanir eða línur í færslubækur. Einnig er hægt að fletta upp gömlum skjölum út frá innkaupapöntunum eða línum í færslubókum.
 
Eftir að skjölin hafa verið vistuð í NAV 2016, hvort sem það er pdf eða skannað skjal, er hægt að nýta sér utanaðkomandi þjónustu sem les skjalið og umbreytir jafnvel myndum af reikningum í XML gögn sem síðan er lesið beint inn í NAV. Þannig má einfalda móttöku og skráningu á reikningum frá lánardrottnum og jafnframt láta NAV vinna fyrir sig með því að nýta sér verkflæði.
 
Með nýja símaappinu er einnig hægt að nota myndavélina á símanum til þess að taka myndir af skjölum og vista beint inn í NAV í fylgiskjöl.
 
Kosturinn við þetta utanumhald er tvímælalaust tímasparnaður í skráningu sem og auðveldara aðengi fyrir endurskoðendur að skjölum sem fylgja hverri skráningu.

Verkflæði

Með NAV 2016 er hægt að láta kerfið vinna fyrir sig með fyrirfram skilgreindu verkflæði. Með kerfinu fylgja yfir 20 verkflæðissniðmát sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins.
Hver sem er getur búið til verkflæði eða breytt núverandi verkflæði og valið atvik eða útbúið aðgerðir sem eiga að vera hluti af verkflæðinu. Með kerfinu fylgir hönnunarviðmót til að útbúa verkflæði. Kosturinn við viðmótið er að ekki er þörf á neinni forritunarþekkingu til að geta unnið með það.

Umbætur á rafrænum samskiptum við erlenda aðila

Með NAV 2016 koma ýmsar nýjungar í rafrænum samskiptum með nýjum tengimöguleikum við ytri þjónustur. Sem dæmi er hægt að senda og mótttaka reikninga skv. Pan-European Public Procurement (PEPPOL) staðlinum í gegnum fríar þjónustur hjá Tradeshift.

Auðveldara að búa til flottar skýrslur

Með NAV 2016 fylgir nú tengimöguleiki við Microsoft Power BI skýrslugerðartól. Í skýrslugerðartólinu er hægt að setja upp fyrirframskilgreindan pakka sem inniheldur ýmsar lykilmælingar á fjárhagsstöðu. Allt er þetta gert með nokkrum músarsmellum, svo einfalt er þetta.
 

Viltu vita meira?

Hafðu samband eða skoðaðu upp upplýsingar um nýjungar í Microsoft Dynamics NAV á vef Advania.
TIL BAKA Í EFNISVEITU