20.1.2016 | Blogg

Álagsárásir (DDoS) og varnir gegn þeim

advania colors line

Að undanförnu hafa opinberar stofnanir og fyrirtæki orðið fyrir barðinu á skæðum álagasárásum, eða svokölluðum DDoS árásum. Það eru til margar tegundir af álagsárásum en í grunninn ganga slíkar árásir út á að óprúttnir aðilar búa til gríðarlega mikla vefumferð sem er til þess fallin að valda of miklu álagi á tölvukerfi eða vefsetur. Þetta verður til þess að viðkomandi þjónusta verður óaðgengileg fyrir notendur og sá sem verður fyrir árásinni verður fyrir tekjutapi eða að orðspor hans bíður hnekki. 

Nýtt myndband um álagsárásir (DDoS árásir) og varnir gegn þeim

Til að varpa frekara ljósi á álagsárásir og varnir gegn þeim bjuggum við til myndband þar sem netsérfræðingar Advania, þeir Daniel Kristinn Gunnarsson og Áki Hermann Barkarson og öryggissérfræðingar Landsbankans, þeir Ægir Þórðarson og Hákon L. Åkerlund fjalla ítarlega um þessi mál. 

Meira um álágsárásir (DDoS árásir)

Matt Mahvi hjá Staminus, sem er samstarfsaðili Advania í DDoS vörnum flytur fyrirlestur á Haustráðstefnu 2014 um vaxandi ógn af DDoS árásum


 
 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU