11.5.2016 | Blogg

Heimsklassa gagnaversþjónusta Advania

advania colors line

Advania rekur í dag tvö fullkomin gagnaver, annað þeirra er staðsett við Steinhellu í Hafnarfirði og er fullbúið „Tier 3“ gagnaver sem kallast Thor. Þar eru hýst gögn, hugbúnaður og tölvukerfi fyrir fjölmarga aðila allsstaðar að úr heiminum. Á Fitjum á Reykjanesi rekum við gagnaverið Mjölni sem er sérstaklega hannað fyrir umfangsmikla útreikninga, eða það sem á ensku kallast High Performance Computing. Sérstaða okkar á þessu sviði byggist á grænni orku og köldu loftslagi sem lækkar á móti kostnað við að kæla niður tölvubúnaðinn sem hýstur er í gagnaverunum. Að auki sjá þeir eitt þúsund sérfræðingar sem starfa hjá Advania um að veita þessum viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsingatækninnar.

 Frá þessari starfsemi er sagt í nýju myndbandi sem við vorum að gefa út.


TIL BAKA Í EFNISVEITU