21.7.2016 | Fréttir

Advania ræður yfir 90 nýja starfsmenn

advania colors line
Advania hefur ráðið til sín yfir 90 nýja starfsmenn það sem af er ári.  Flestir sem ráðnir hafa verið á árinu eru tölvunarfræðingar, verkfræðingar eða forritarar sem vinna við hugbúnaðarþróun.  Einnig hefur verið ráðið í önnur störf eins og ráðgjöf, þjónustu við viðskiptavini og verkefnastjórnun. 
„ Fyrsti helmingur ársins hefur gengið vel og verkefnastaða okkar er góð.  Við erum virkilega ánægð með þann nýja hæfileikaríka liðsauka sem okkur hefur borist á árinu. Við erum alltaf að leita að góðu fólki sem tryggir að við bjóðum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og bestu lausnina“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.
TIL BAKA Í EFNISVEITU