24.3.2017 | Blogg

Gjafahugmyndir fyrir ferminguna

advania colors line

Á þessum árstíma eru vafalaust einhverjir í leit að gjafahugmyndum fyrir fermingarnar sem framundan eru. Við hjá Advania lumum á ýmsum góðum hugmyndum á breiðu verðbili. Hjá okkur færðu vandaðar græjur á borð við heyrnartól, hátalara og fartölvur og ég hvet þig til að skoða úrvalið á fermingarvefnum okkar. Mig langar samt að nota tækifærið og fjalla sérstaklega um nokkrar græjur sem við erum að bjóða þetta árið.

Þegar kemur að fartölvum erum við með sérstaklega breitt úrval og raunar ættu allir að geta fundið tölvu við þeirra hæfi hjá okkur. Mig langar að fjalla sérstaklega um þrjár gerðir tölva sem við erum að bjóða um þessar mundir, en að sjálfsögðu má finna breiðara úrval á fermingarvefnum okkar, og í vefverslun Advania

 

Fjölhæfar og sveigjanlegar

Verð frá: 99.990 kr - 

Við erum með nokkrar gerðir af sniðugum fartölvum sem henta einstaklega vel þeim sem vilja geta notað tölvuna til að horfa á bíómyndir, halda kynningar og gera kröfu um snertiskjá.

Þessar tölvur eru útbúnar 360° lömum sem þýðir að hægt er að nota þær á hefðbundinn máta eða sveigja skjáinn alveg aftur og nota sem spjaldtölvu. Auk þess er hægt að stilla vélinni upp sem tjaldi sem hentar sérstaklega vel þegar tölvan er notuð til að horfa á myndbönd.

 

Vinsælasta tölvan

Verð: 129.990 kr - Dell Inspiron 5567

Þessi hagkvæma vél hentar vel fyrir alla almenna notkun hvort sem um er að ræða ritvinnslu, létta myndvinnslu eða til að horfa á bíómyndir og þætti. Vélin er búin aflmiklum Intel i5 örgjörva, 1 TB geymslumiðli og 8GB vinnsluminni. Þessi tölva hentar t.d. skólafólki og uppfyllir vel algengustu kröfur. 

 

Fyrir tölvuleikjaspilarann

Verð: 169.990 kr. - Dell Inspiron 7559

Hér erum við að tala um kraftmikla vél úr leikjaseríu Dell. Tölvan hentar sérstaklega þeim sem spila tölvuleiki eða nota tölvuna í þyngri vinnslu eins og myndbanda- og myndvinnslu.

Vélin er útbúin Intel i7 örgjörva, 4GB skjákorti og hybrid geymslumiðli sem samanstendur af 1TB hörðum disk og 8 GD SSD disk. Skjárinn er af betri gerðinni, enda kristaltær snertiskjár með upplausn upp á 3840x2160 (UHD). Þessi tölva er kjörin fyrir fólk sem gerir kröfur um öflugan vélbúnað sem höndlar þungavigtarvinnslu. 

 

Vinsældir þráðlausra heyrnartóla og ferðahátalara hafa aukist mikið að undanförnu og við bjóðum fjölbreytt úrval af þessum skemmtilegu græjum.

 

Þráðlaus heyrnartól í ræktina: Creative Outlier Sports

Verð: 11.990 kr. - Skoða Creative Outlier Sports heyrnartólin

Þessi heyrnartól eru einstaklega létt og þau eru svitaþolin, sem gerir þau alveg tilvalin fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Það er líka frábært að losna við snúruflækjurnar á meðan maður er í ræktinni.

 

Þráðlaus, fyrir kröfuharða: JBL Everest Elite 700

Verð: 24.990 kr - Skoða JBL Everest Elite 700 

Öflug Bluetooth heyrnartól sem skila frábærum hljómgæðum og 25 klst endingu á einni hleðslu. Active Noise Cancelling tækni útilokar umhverfishávaða og sérstakt JBL app gerir notendum kleift að stilla heyrnartólin að sínum smekk.

 

Þráðlausir hátalarar sem þola meira: Roll og Boom

Verð frá: 16.990 kr - Skoða úrvalið af ferðahátölurum frá Ultimate Ears

Hátalarabræðurnir Roll og Boom frá Ultimate Ears eru vatnsheldir og höggvarðir Bluetooth hátalarar sem kraftur er í. Það er óhætt að segja að þeir henti vel í íslensk pottapartý, enda þola þeir að fara á bólakaf í vatn. 

 

Við erum með mikið úrval af flottum töskum og bakpokum á frábæru verði. 

 

Fyrir töffarann

Verð: 12.890 kr. - 

Töff bakpokar úr ekta leðri og vöxuðu strigaefni. Afar rúmgóðir, með hlífðarvasa fyrir fartölvuna og leðurólum með smellum til að loka bakpokanum.

 

Fyrir hjólreiðamanninn

Verð: 7.990 kr - 

Harðgerður og töff bakpoki með vatnsfráhrindandi ytra byrði. Að innan er nóg pláss, meðal annars fyrir far- og spjaldtölvur. Sniðinn að þörfum þeirra sem hafa gaman að takast á við gamla góða íslenska veðurfarið.

 

Þú finnur allar þessar vönduðu vörur og fleiri til á fermingarvefnum okkar. Smelltu hér til að skoða úrvalið.

TIL BAKA Í EFNISVEITU