16.5.2017 | Blogg

Er tölvukerfið þitt öruggt?

advania colors line
Um helgina voru fyrirtæki víða um heim sett í viðbragðsstöðu vegna nýrrar útfærslu á ransomware-vírus sem kallast WannaCry.  Þessi tiltekni vírus er sérstaklega varhugaverður fyrir fyrirtæki, en nái hann að sýkja eina tölvu eru miklar líkur á að vírusinn dreifi sér á aðrar tölvur á sama staðarneti. Þetta þýðir að það er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki séu vel varin og tryggi að tölvubúnaður starfsfólks uppfylli allar öryggiskröfur. 

Líkt og við fjölluðum um í grein okkar „Hvernig á að verjast ransomware-vírus“ er mikilvægt að fyrirtæki hafi þrennt í lagi; rétt plástrað tölvukerfi, uppfærða vírusvörn og reglubundna afritun. Í þessari færslu ætlum við að fjalla um úrval okkar af lausnum og þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi töluvkerfisins þíns.

Veikleikaskannanir
Viðhald og uppfærsla á netþjónum og útstöðvum getur verið tímafrekt verkefni, enda ekki alltaf augljóst hvað þarf að plástra, og hvar réttu plástrana er að finna. Við bjóðum lausnir frá Qualys sem hjálpa þér að koma auga á búnaðinn sem þarf að plástra og vísar kerfisstjóranum þínum á vefsvæði með réttum plástrum. Þessi lausn finnur einnig búnað á staðarnetum sem gleymst hefur í ranghölum sýndarumhverfa eða er þar í óþökk kerfisstjóra. Við erum vottaður Qualys Consultant og getum því mætt í fyrirtæki og framkvæmt úttekt á stöðu plástra eða komið upp vöktunarkerfum hjá viðskiptavinum sem óska eftir því að geta gert slíkar greiningar eftir eigin hentisemi.

Heill her sérfræðinga
Viðbragðsþjónusta Advania er lausn sem sífellt fleiri viðskiptavinir okkar kjósa að nýta. Hér er um að ræða þjónustu sem tryggir þér aðgang að heilum her upplýsingatæknisérfræðinga sem halda utan um tölvukerfin þín, standa vörð um þau og bregðast við um leið og eitthvað kemur upp á.

Sértæk eða altæk rekstrarþjónusta
Við getum hjálpað þér að reka tölvuumhverfið þitt á skilvirkan, öruggan og hagkvæman hátt. Rekstrarþjónusta Advania hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum og við getum sniðið þjónustuna að þörfum hvers og eins. Þetta þýðir að við getum séð um um eftirlit með einstökum þáttum í tölvuumhverfinu sem og séð alfarið um rekstur þess. 

Við pössum upp á gögnin
Besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn er að vera með vel útfært og skipulagt ferli um afritun gagna. Við bjóðum fjölbreyttar afritunarlausnir fyrir einstaklinga sem og stórfyrirtæki, og bjóðum upp á ókeypis 30 daga prufuáskrift að Afritunarþjónustu Advania.

Aukið öryggi fyrir Office 365 notendur
Microsoft býður upp á öryggislausnir sem notendur Office 365 ættu að kynna sér nánar. Annars vegar er hér um að ræða EMS svítuna sem verndar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma starfsmanna og hins vegar Advanced Threat Protection sem vinnur gegn ransomeware-árásum á borð við WannaCry.

Fjölbreyttar lausnir frá leiðandi aðila í öryggislausnum
Við bjóðum lausnir frá Trend Micro, fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggismálum og hefur verið leiðandi á því sviði frá árinu 2002. Lausnaúrval Trend Micro er fjölbreytt en þar á meðal eru hefðbundnar varnir fyrir tölvubúnað fyrirtækisins, sýndarþjóna og skýjaumhverfi. Við bjóðum jafnframt lausnir frá Trend Micro sem greina veikleika og útbúa sýndarplástra sem settir eru upp sjálfvirkt og án endurræsingar. Þetta nær lausnin oft að gera áður en framleiðandi nær að útbúa plástur, og kemur þar með fyrr í veg fyrir misnotkun veikleika. 

Láttu sérfræðingana sjá um öryggismálin
Hjá okkur færðu fjölbreytt úrval öryggislausna og ítarlega öryggisráðgjöf sem veitir þér yfirsýn yfir helstu ógnir sem steðja að þínum upplýsingainnviðum. Við hvetjum þig til að hafa samband við ráðgjafa okkar og fá nánari upplýsingar um hvernig Advania getur hjálpað þér að gera tölvukerfin 
 
TIL BAKA Í EFNISVEITU