16.11.2017 | Fréttir

Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur

advania colors line

Advania hlaut á dögunum eftirsótta viðurkenningu frá alþjóðlega hug- og vélbúnaðarrisanum NCR fyrir afburða árangur og gæði í starfi. Verðlaunin nefnast "Partner Award for Excellence" og voru þau afhent á árlegri ráðstefnu í Barcelona, þangað sem NCR hafði stefnt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. 

 Ívar Logi Sigurbergsson sölustjóri hjá Advania á Íslandi og Daði Snær Skúlason vörustjóri veittu viðurkenningunni móttöku.

NCR hefur verið leiðandi í þjónustu við banka og smásölufyrirtæki síðan 1884 og veitir þjónustu í yfir 120 löndum. Fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausnir og sölu- og afgreiðslubúnað af ýmsu tagi og daglega fara um 700 milljón færslur gegnum lausnir frá NCR.  Vél- og hugbúnaður frá NCR hefur verið notaður á Íslandi í rúm 30 ár við góðan orðstír hjá stærstu bönkum, verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins.

 „Þessi verðlaun eru sérstaklega gleðileg, enda eru þau ekki eingöngu veitt fyrir sölu umfram markmið heldur eru þau eingöngu veitt þeim samstarfsaðilum NCR sem hafa sýnt fram á yfirburða þekkingu á lausnum og þjónustu félagsins. Samstarf okkar við NCR hefur gengið ótrúlega vel og ótal viðskiptavinir Advania á Íslandi hafa notið ávinningsins af því samstarfi" Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

TIL BAKA Í EFNISVEITU