Náðu til rétta fólksins
Tenging við samfélagsmiðla gerir dreifingu á atvinnuauglýsingum einstaklega auðvelda. 50skills hjálpar á einfaldan hátt að deila atvinnuauglýsingum á samfélagsmiðlum sem og starfatorgum. Í 50skills er hægt að sjá hvaða miðlar skila flestum umsóknum og fá þannig yfirsýn um hvar er best að auglýsa.
Hægt er að umbuna starfsfólki ef það aðstoðar við að finna rétta manneskju í starfið.
Framúrskarandi umsóknarferli
50skills veitir umsækjendum og stjórnendum framúrskarandi upplifun af umsóknarferlinu. Með 50skills er einfalt fyrir stjórnendur að finna umsækjendur og vinna á skilvirkari hátt úr umsóknum þeirra. Teymisvinna er gerð einfaldari og auðvelt er að deila upplýsingum með öðrum í ráðningarteyminu.
Stjórnendur hafa aðgang að sínum umsóknum og geta haft beint samband við umsækjendur.
Ákvarðanir með hjálp gagna
50skills býður upp á að nýta upplýsingar til að styðja við faglega mælikvarða í ráðningarferlinu. Svo sem upplýsingar um kynjahlutföll, kostnað, tíma, menntunarstig og aðrar breytur.
Hægt að fá sérsniðnar skýrslur úr 50skills og samþætta við viðskiptagreindartól. Öryggi persónugagna er tryggt í öllu ferlinu.
Háskólinn í Reykjavík notar 50skills
50skills tengist þínum kerfum
Í ráðningarferlinu fyllir starfsfólk inn sínar upplýsingar fyrir öll kerfi á einum stað. Þetta kemur í veg fyrir endurteknar skráningar og hættu á villum.
Ráðningarferlið er klárað með öllum gögnum sem þarf til að virkja nýtt starfsfólk á vinnustaðnum.
Fréttir af mannauðsmálum
Spjöllum saman
Viltu vita meira um 50skills? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.