50skills

50skills er heildstæð lausn í ráðningum sem hentar öllum stærðum fyrirtækja. Kerfið býður upp á góða yfirsýn fyrir stjórnendur og vinnur á skilvirkan hátt úr umsóknum.

50skills
allur ráðningarferillinn á einum stað
Finna
Deildu starfsauglýsingum á samfélagsmiðla og starfatorg með einum smelli með 50skills.
Meta
50skills veitir góða yfirsýn og utanumhald yfir umsækjendur. Það býr til framúrskarandi upplifun starfsfólks og umsækjenda af umsóknarferlinu.
Virkja til starfa
Stjórnendur geta klárað sínar ráðningar og tekið vel á móti nýjum starfskrafti með hjálp 50skills.

Náðu til rétta fólksins

Tenging við samfélagsmiðla gerir dreifingu á atvinnuauglýsingum einstaklega auðvelda. 50skills hjálpar á einfaldan hátt að deila atvinnuauglýsingum á samfélagsmiðlum sem og starfatorgum. Í 50skills er hægt að sjá hvaða miðlar skila flestum umsóknum og fá þannig yfirsýn um hvar er best að auglýsa.

Hægt er að umbuna starfsfólki ef það aðstoðar við að finna rétta manneskju í starfið.

Framúrskarandi umsóknarferli

50skills veitir umsækjendum og stjórnendum framúrskarandi upplifun af umsóknarferlinu. Með 50skills er einfalt fyrir stjórnendur að finna umsækjendur og vinna á skilvirkari hátt úr umsóknum þeirra. Teymisvinna er gerð einfaldari og auðvelt er að deila upplýsingum með öðrum í ráðningarteyminu.

Stjórnendur hafa aðgang að sínum umsóknum og geta haft beint samband við umsækjendur.

Spjöllum saman um ráðningar
Við hefðum ekki geta sinnt öllum ráðningum eins hratt og við gerðum, án aðstoðar 50skills.
Þorsteinn Yngvi Guðmundsson
VP of Operations & Co Founder
GRID

Ákvarðanir með hjálp gagna

50skills býður upp á að nýta upplýsingar til að styðja við faglega mælikvarða í ráðningarferlinu. Svo sem upplýsingar um kynjahlutföll, kostnað, tíma, menntunarstig og aðrar breytur.

Hægt að fá sérsniðnar skýrslur úr 50skills og samþætta við viðskiptagreindartól. Öryggi persónugagna er tryggt í öllu ferlinu.

Háskólinn í Reykjavík notar 50skills

50skills tengist þínum kerfum

Í ráðningarferlinu fyllir starfsfólk inn sínar upplýsingar fyrir öll kerfi á einum stað. Þetta kemur í veg fyrir endurteknar skráningar og hættu á villum.

Ráðningarferlið er klárað með öllum gögnum sem þarf til að virkja nýtt starfsfólk á vinnustaðnum.

Fréttir af mannauðsmálum

Af síðustu 11 dögum þessa árs eru aðeins tveir heilir vinnudagar. Þetta felur í sér knappan tíma fyrir launasérfræðinga til útreikninga á launum í desember. Hér fer Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri H3, yfir nokkur bjargráð fyrir launasérfræðinga og hvernig hægt er að nýta H3 launakerfið með sem bestum hætti þannig að meiri tími skapast fyrir annað í kringum hátíðarnar.
Að starfa í nýsköpun er skemmtileg og krefjandi blanda af því að þróa lausnir sem mæta þörfum nútímans en á sama tíma spá fyrir um framtíðarþarfir.
Nú er hægt að skila gögnum í Kjarakönnun Intellecta með vefþjónustu frá H3. Kjarakönnun Intellecta veitir nákvæmar upplýsingar um launakjör stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks. Kjarakönnun Intellecta er ein af stærstu kjarakönnunum sem gerð er á Íslandi, með upplýsingar um launakjör um 12.000 stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um 50skills? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.