Advania Modern Network

Advania Modern Network tengir saman leiðandi búnað frá Juniper Mist og gervigreind til þess að hjálpa þér að hagræða í rekstri netkerfa, tryggja áreiðanleika og auka öryggi, á sama tíma og þú hámarkar gæði netsambands og bætir upplifun notenda.

Spjöllum saman
bylting í rekstri netkerfa

Framtíðin er komin

Lækkaðu kostnað
Betri nýting búnaðar og sjálfvirkar bilanagreiningar tryggja meiri upptíma með skilvirkari netlausnum.
Bættu upplifun notenda
Komdu í veg fyrir vandamál áður en þau valda truflunum hjá notendum. Með hjálp gervigreindar getur Advania Modern Network greint og leyst úr hnökrum sem hámarkar gæði netsambands og þannig bætir upplifun notenda.
Lágmarkaðu truflun
Innleiddu Advania Modern Network hratt og örugglega með hjálp sérfræðinga Advania, ásamt fullum stuðningi Juniper Mist.
Láttu netkerfið aðlagast þínum þörfum
Með hjálp gervigreindar greinir Advania Modern Network notkun á hverju svæði og bestar stillingar þráðlausra aðgangspunkta. Þannig færðu ekki einungis leiðandi lausn við uppsetningu heldur verður hún enn betri því meira sem hún er notuð.

Leiðandi þjónusta

Advania Modern Network er leiðandi þjónusta á sviði netrekstrar sem byggir á tækni Juniper Mist. Auk þess að skapa hagræðingu í rekstri þá sameinar lausnin gervigreind, skýja- og sjálfvirknitækni til að auka sýnileika, áreiðanleika og sveigjanleika netkerfa.

Spjöllum saman

Með hjálp gervigreindar

Með því að nota gervigreind fylgist lausnin stöðugt með upplifun notenda og greinir netgögn. Þannig leysir hún vandamál með fyrirbyggjandi hætti áður en þau hafa áhrif á notendur. Þetta þýðir færri nettruflanir, hraðari bilanagreiningar og ánægðari notendur.

Í góðum félagsskap

Juniper Networks - Gartner sigurvegari 2024

Fjögur ár í röð hefur Juniper Networks hlotið viðurkenningu Gartner Magic Quadrant for Enterprise Wired and Wireless LAN Infrastructure. Lausnin fékk hæstu stig fyrir bæði framkvæmd og sýn.

Spjöllum saman

Gerum þetta saman

Hvort sem þú ert að leitast við að uppfæra núverandi netkerfi eða að byggja upp nýtt kerfi frá gunni, þá býður Advania Modern Network upp á tækni og sérfræðiþekkingu sem auðveldar þér að ná markmiðum þínum.

Advania er traustur samstarfsaðili sem hjálpar þér að bæta upplifun notenda á netkerfinu og lækka rekstrarkostnað netkerfis.

Spjöllum saman

Fréttir og fróðleikur

Advania hefur ákveðið að innleiða nýjar breytingar til að styðja verðandi og nýbakaða foreldra á þessu merkilega, frábæra en krefjandi tímabili í kringum barnseignir.  Með þessum breytingum vill fyrirtækið tryggja að starfsfólk fái þann stuðning sem það þarf til að takast á við ný hlutverk og ábyrgðir sem fylgja foreldrahlutverkinu.
Af síðustu 11 dögum þessa árs eru aðeins tveir heilir vinnudagar. Þetta felur í sér knappan tíma fyrir launasérfræðinga til útreikninga á launum í desember. Hér fer Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri H3, yfir nokkur bjargráð fyrir launasérfræðinga og hvernig hægt er að nýta H3 launakerfið með sem bestum hætti þannig að meiri tími skapast fyrir annað í kringum hátíðarnar.
Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Advania á Íslandi. Í þessu hlutverki mun Margrét leiða stefnumótun og framkvæmd verkefna sem snúa að vexti félagsins. Í því felst meðal annars ábyrgð á verkefnum þvert á félagið sem snúa að markaðs og sölustarfi bæði til núverandi viðskiptavina og öflun nýrra viðskiptatækifæra.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.