Viðskiptagreind snýst um að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar. Lausnirnar okkar hjálpa þér að taka betri ákvarðanir, takmarka óvissu og ná meiri árangri.  

Advania Insight BI

Skýrslugerð sem var áður einungis á færi tæknifólks er nú möguleg á einfaldan og þægilegan hátt með Advania Insight.

Advania Insight er stöðluð viðskiptagreindarlausn sem byggir á lausnum frá Microsoft og gerir upplýsingaöflun og greiningu gagna auðveldari, fljótvirkari og skiljanlegri.

Helsti kostur Advania Insight er að lausnin sameinar gögn úr ólíkum kerfum og setur fram á einfaldan og læsilegan máta. Þannig færðu meiri tíma til að lesa úr innihaldsríkum upplýsingum í stað þess að raða saman saman gögnum handvirkt.

Í daglegum rekstri er mikilvægt að hafa góð stjórnendatæki til að fylgjast með mikilvægum þáttum í rekstrinum. Samstarfið við Advania hefur gengið mjög vel og þjónustan í stjórnendalausnum er alltaf til fyrirmyndar.
Kristján Elvar Guðlaugsson

Power BI

Microsoft Power BI er það greiningartól sem er í hvað mestri sókn um þessar mundir. Power BI auðveldar til muna stjórnendum og greinendum hjá fyrirtækjum að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækisins. Hægt er að útbúa myndræn og gagnvirk mælaborð og deila þeim á þægilegan máta með notendum. Slíkt gefur góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækisins og getur oft leitt í ljós óvænta möguleika til þess að auka forskot.

Ráðgjafar Advania í viðskiptagreind hafa mikla reynslu í ráðgjöf og innleiðingum á Power BI og hafa aðstoðað bæði innlend og erlend fyrirtæki á þessu sviði.

Næstu námskeið

Engir skráðir tímar fundust.

Targit

Targit BI Suite er öflugt greiningartól sem gefur yfirlit yfir stöðuna á lykilmælikvörðum fyrirtækisins. Virk mælaborð og skýrslur tryggja stjórnendum ítarlegar upplýsingar um þá þætti sem eru fyrirtækinu mikilvægir og auðvelda þannig ákvarðanatöku.

Með Targit BI Suite getur notandinn breytt gögnum í áþreifanlegar upplýsingar með því að búa til greiningar, lifandi mælaborð og ítarlegar skýrslur byggðar á gögnum fyrirtækisins.

Hjá Fjármálaeftirlitinu er unnin viðamikil greiningarvinna sem gerir ríkar kröfur til þess hugbúnaðar sem notaður er. Við hjá FME höfum valið að nota Targit því það greiningartól uppfyllir okkar þarfir og leysir verkefnin á hagkvæman hátt.
Jón Andri Sigurðarson
FME

BOARD

BOARD er leiðandi hugbúnaður á sviði áætlanagerðar (Corporate Performance Management) og viðskiptagreindar (Business Intelligence) auk þess að geta greint gögn og byggt spálíkön á þeim (Predictive Analytics). Á undaförnum árum hafa yfir 3.500 fyrirtæki og opinberar stofnanir í yfir 100 löndum innleitt BOARD á ótrúlega skömmum tíma og með miklum árangri.

BOARD hugbúnaðurinn keyrir í einu heilsteyptu umhverfi (Single Platform) og krefst ekki neinnar forritunar og er þar af leiðandi miklu frekar verkfæri stjórnenda og viðskiptafræðinga í stað þess að vera helst á forræði tæknifólks. Board hugbúnaðurinn gerir fyrirtækjum kleyft að skapa sér heildstæða sýn á allt frá afkomu og rekstur niður í einstaka vörur eða þjónustur. Með samhæfðu kerfi verður þannig t.a.m. öll vinna við samstæðuskil einfaldari til muna.

Fyrirtæki á borð við KPMG, DHL, Mitsubishi, NEC, Puma, Rolls-Royce og Siemens hafa innleitt BOARD á fljótlegan og áhrifaríkan hátt með góðum árangri.

SAP Business Objects

Lausnir frá SAP Business Objects mynda heildstætt umhverfi fyrir viðskiptagreind, allt frá samhæfingu gagna til áætlanagerðar og mælaborðs fyrir stjórnendur. Notendaumhverfið er bæði öflugt og einfalt.

Viðskiptagreindarlausnir frá SAP gera notendum kleift að nálgast upplýsingar á öruggan og einfaldan hátt. Þær halda utan um hinar ýmsu gagnaveitur fyrirtækisins og gera gögn þeirra aðgengileg notendum, óháð tækniþekkingu þeirra.

Við hjá VALITOR höfum notað SAP Business Objects frá árinu 2005 og það hefur gjörbylt allri greiningarvinnu og skýrslugerð hjá okkur. Viðmótið er myndrænt og einfalt í notkun.
Stefán Ari Stefánsson
VALITOR

Heyrðu í okkur um viðskiptagreind

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn