Jet

Jet Reports

Jet Reports er samþætt við Dynamics NAV og Dynamics Business Central og geta viðskiptavinir sótt rauntímagögn  beint  úr  þeim  kerfum  inn  í Excel  á  einfaldan  hátt.  Auðvelt  er  að  setja  upp  staðlaðar skýrslur hvort sem það er fyrir fjárhag, laun, verkbókhaldsgreiningu eða aðrar greiningar sem þörf er á.  Jet Reports er sett upp á einum degi sem viðbót í Excel og getur viðskiptavinur byrjað strax að vinna með gögn og setja upp skýrslur. Notendur sem eru vanir að vinna í Excel og þekkja viðskiptakerfið vel eru fljótir að finna og sækja þau gögn sem á að greina.  Það fylgja fimm staðlaðar Jet Reports greiningarskýrslur frá Advania með uppsetningu kerfisins.

 

Þær eru:

 • Rekstrarreikningur
 • Rekstrarreikningur samanburður
 • Viðskiptakröfur
 • Viðskiptaskuldir
 • Söluskýrsla 
 

Jet Analytics

Jet Analytics býður upp á smíði vöruhúss gagna og gagnateninga eins og Tabular eða OLAP teninga. Í tólinu er hægt að sækja upplýsingar úr einni eða fleiri gagnalindum til samþættingar. Með Jet Analytics má ná fram sjálfvirkni í vöruhúsi gagna og fá fulla stjórn á gögnum fyrirtækisins. Mögulegt er að smíða Power BI  skýrslur  ofan  á  gagnateninga  sem  eru  gerðir  með  Jet  Analytics  og  gera  skýrslurnar aðgengilegar öðrum notendum með aðgangsstýringum.  Með Jet Analytics fylgja sex gagnateningar ofan á Dynamics NAV og Dynamics Business Central. Þeir vinna vel með Excel, Power BI og öðrum tólum á markaði.

 

Gagnateningarnir sex eru eftirfarandi

 • Fjárhagsteningur
 • Söluteningur
 • Birgðateningur
 • Innkaupateningur
 • Viðskiptakröfuteningur
 • Viðskiptaskuldir

Jet Hub

Veitir aðgang að gögnunum þínum hvar og hvenær sem er. Lausnin er veflæg og gefur þannig teyminu þínu tækifæri til að búa til skýrslur, upplýsingaskilti og áætlanir í hvaða tæki sem er á hvaða tíma sem er. 

Sjáðu nánar

Sjáðu meira um lausnirnar frá Jet á heimasíðu Insight Software.
Logo_InsightSoftware.png