Microsoft Teams
Láttu ekkert stoppa þitt teymi í að vinna saman á öruggan og snjallan hátt. Microsoft Teams er hluti af Microsoft 365 og heldur utan um öll verkefni á einum stað. Frábær samvinna - hvaðan sem er.
.jpg)
Öflug samvinna með Microsoft Teams
Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun, samtöl og margt fleira. Með Teams næst betri yfirsýn yfir verkefnin og auðvelt að vera í samskiptum við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er.
Vegna samþættingar Teams og Office 365 lausna er hægt að nálgast öll helstu forrit án þess að skipta um viðmót. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni. Einnig er hægt að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímatalakerfi þess.
Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS, Android og Windows Phone snjallsíma og snjalltæki. Þar er auðvelt að skoða miðlægar upplýsingar fyrir öll teymin og hringja mynd- eða hljóðsímtöl.
Teams er hluti af Microsoft 365 svítunni og spilar því vel með öllum helstu forritunum eins og Word, Excel, PowerPoint, OneNote og fleirum – allt í einu og sama viðmótinu.
Advania er stoltur samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og við bjóðum aðstoð við innleiðingu og kennslu á Microsoft Teams.
Símkerfið í Teams
Í gegnum Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki. Einnig er hægt að hringja talsímtöl í öll íslensk eða erlend símanúmer, óháð því hvort viðtakandinn sé Teams-notandi eða ekki. Ásamt því að vera einföld og ódýr lausn þá er símkerfið þægileg viðbót við daglegt vinnuumhverfi Teams-notandans.
Og gera má ráð fyrir því að á komandi messerum muni allir fundir hafa að minnsta kosti einn fundargest í fjarfundi. Teams er öflug fjarfundalausn og vinnur vel með öllum helsta fjarfundabúnaði. Fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja saman heildarlausn fyrir Teams fjarfundina þína.
Sögur frá ánægðum viðskiptavinum

.gif)
Fundur er vel settur
Fjarfundir eru hinn nýji raunveruleiki í námi og vinnu. Teams er sérhannað til að veita bestu mögulegu upplifunina á fjarfundum. Þá skiptir ekki máli hvort tveir eða tvö hundruð ætla að hittast rafrænt.
Betri yfirsýn yfir verkefnin
Vegna framúrskarandi samþættingar Microsoft og annarra hugbúnaðarframleiðanda er fjölbreytt úrval forrita frá þriðja aðila í boði að bæta við í Teams viðmótið. Þannig koma öll þau forrit og lausnir fyrir þína daglegu vinnu á einn og sama staðinn. Með Tasks by Planner and To Do fæst frábær yfirsýn yfir stöðu verkefna þinna, sem og annarra í teyminu. Þetta verkefnastjórnunartól ýtir undir teymisvinnu, eykur gagnsæi og skilvirkni allra sem vinna saman að verkefni. Hægt er að eyrnamerkja einstaka notanda á ákveðna verkþætti, flokka eftir mikilvægi og setja tímamörk á verkefni.


Þú getur unnið hvar sem er
Innbyggt í Teams er frábært spjall sem gerir þér kleift að senda skilaboð með viðhengi og deila skjölum. Þar sem Teams er hluti af Microsoft 365 svítunni fylgir það ströngustu öryggisreglum MS365 varðandi auðkenningu, aðgangsstýringu, verndun gagna og upplýsinga. Þá er hægt að búa til spjallþræði með fleiri en einum samstarfsfélaga í kringum einstaka verkefni. Með einum smelli er svo hægt að hringja hljóð- eða myndsímtal í alla viðkomandi og deila því sem er í gangi á tölvuskjánum.
Microsoft teymið
Hlutverk deildarinnar er að sinna ráðgjöf og eftirfylgni varðandi Microsoft leyfi fyrirtækja. Deildin veitir stuðning þvert á aðrar deildir innan Advania. Innan hennar starfa þrír starfsmenn með sérfræðiþekkingu á helstu stólpum Microsoft lausna sem eru Modern Workplace, Azure & Infrastructure ásamt Business Applications.
Taktu næsta skrefið
Sendu sérfræðingum okkar fyrirspurn eða bókaðu frían ráðgjafafund á tíma sem hentar þér