Business applications

Viðskiptaforrit Microsoft (e. Business Applications) gera fyrirtækjum kleift að greina gögn til hlítar og nýta til að tengja saman viðskiptavini, vörur, fólk og rekstur. Dynamics 365, Power Apps, Power Automate, Power BI og Power Virtual Agents gera teymum kleift að byggja lausnir á örskömmum tíma.

Spjöllum saman
Gerum þetta saman

Vörur sem vinna saman

Dynamic 365 Business Central

Dynamics 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi sem hjálpar notendum að hafa góða yfirsýn og halda utan um rekstur fyrirtækisins. Kerfið heldur utan um allt frá bókhaldi til mannauðar og hentar öllum stærðum fyrirtækja.

Dynamics 365 Finance

Dynamics 365 Finance er huti af vegferð Microsoft til að gera fyrirtækjum kleift að tengja saman og virkja viðskiptaeiningar saman í skýinu.

Power Platform

Styður við gagnagreiningar fyrirtækja svo hægt sé að tengja saman viðsiptavini, lausnir, fólk og rekstur á auðveldan hátt.

Dynamic 365 Business Central

Heildstætt viðskiptakerfi í skýinu fyrir fjölbreyttan rekstur. Kerfið hentar öllum stærðum fyrirtækja. Það byggir á traustum grunni Dynamics Nav. Kerfið er gríðarlega öflug lausn fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, mannauð og birgðarstýringu. Með sérstökum lausnum í formi appa er hægt að sérsníða það að þörfum hvers og eins.

Sjá nánar

Dynamic 365 Finance

Dynamics 365 Finance var áður kallað AX. Það er hluti af vegferð Microsoft til að gera fyrirtækjum kleift að tengja saman viðskiptaeiningar í skýinu. Lausnin sameinar Dynamics ERP og CRM í einni skýjaþjónustu með lausnarmiðuðum kerfishlutum. Dynamics 365 Finance heldur utan um helstu hlutverk fyrirtækja í rekstri; sölu, mannauð, markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini.

  • Sérsniðnir reikningar og yfirlit i Office 365
  • Minni rekstrarkostnaður
  • Sjálfvirk reikningagerð sem hentar áskriftarþjónustum
Sjáðu nánar

Power Platform

Microsoft Power Platform skiptist í fjórar meginlausnir þar sem hver lausn hefur sitt sérsvið. Þær eiga það sameiginlegt að gera notendum kleift að þróa hinar ýmsu viðskiptalausnir, mælaborð, öpp og stafræna ferla án mikillar forritunarþekkingar. Þessar lausnir eru samofnar við Microsoft umhverfið og eru ætlaðar til hagræðingar í rekstri fyrirtækja.

Power Apps

Power Apps er sérlausnaumhverfi fyrir Microsoft lausnir á borð við Dynamics 365, Business Central, Teams, SharePoint og fleiri. Með Power Apps er auðvelt og fljótlegt að þróa öpp, rafræn eyðublöð og þjónustugáttir fyrir vef eða iOS og Android snjalltæki. Með Power Apps portals er hægt að hanna og gefa út vefsíður sem gefur utanaðkomandi aðilum, t.d. viðskiptavinum hjá öðru fyrirtæki, aðgengi að sameiginlegum gögnum og að hafa áhrif á hönnun.

Power Automate

Power Automate er fyrst og fremst öflug ferlalausn með yfir 300 tengingar við önnur kerfi. Án forritunarkunnáttu er hægt að þróa rafrænar samþykktir, sjálfvirka verkferla og láta gögn flæða á milli kerfa. Við mælum eð að skoða AI builder til viðbótar við Power Automate. Með AI builder færðu öflugt gervigreindartól sem nýtist við gagnagreiningu og til að spá fyrir um næstu skref í þínum viðskiptum. Sem áður fyrr þarf enga kunnáttu í gagnagreiningum eða forritun til að prófa sig áfram með AI builder.

Power Virtual Agents

Með Power Virtual Agents geta notendur útbúið spjallmenni með einföldum hætti án forritunarkunnáttu. Slíkum spjallmönnum er hægt að koma fyrir á innraneti, heimasíðu eða Facebook-síðu fyrirtækja. Þetta er frábær leið til að draga úr álagi vegna algengra fyrirspurna og þannig bæta þjónustu við viðskiptavini og starfsfólk.

Power BI

Að hafa góða yfirsýn yfir stöðu mála getur skipt miklu máli í ákvörðunartöku um rekstur fyrirtækja. Þar kemur PowerBI sterkt inn sem öflugt verkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með einföldum hætti.

Sjá nánar

Spjöllum saman um Business applications

Viðskiptaforrit Microsoft (e. Business Applications) gera fyrirtækjum kleift að greina gögn til hlítar og nýta til að tengja saman viðskiptavini, vörur, fólk og rekstur. Dynamics 365, Power Apps, Power Automate, Power BI og Power Virtual Agents gera teymum kleift að byggja lausnir á örskömmum tíma.

sölusérfræðingur
Sigrún Eir Héðinsdóttir
Business Applications
sjáðu aðrar microsoft lausnir hjá advania

Microsoft lausnir í þremur flokkum

Modern workplace & security

Við aðstoðum þinn vinnustað og samstarfsfólk við stafrænar umbreytingar og að nútímavæða vinnustaðinn.

Azure & infrastructure

Azure umhverfið heldur utan um rúmlega 200 lausnir og skýjaþjónustur sem eru sérstaklega hannaðar til að leysa hversdagsleg vandamál og stuðla að bættum árangri.

Business applications

Styður við gagnagreiningar hjá þínu fyrirtæki svo hægt sé að tengja saman viðskiptavini, lausnir, fólk og rekstur á auðveldan hátt.

OKKUR ÞÆTTI GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR

Hafðu samband við okkur