Salesforce

Lausn fyrir viðskiptatengslastjórnun (CRM) sem getur stórbætt upplifun viðskiptavina af samskiptum við fyrirtæki. Salesforce einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Spjöllum saman
átt þú góð samskipti við þína viðskiptavini?

Viðskiptatengsl skipta máli

Stjórnun viðskiptasambands

Salesforce er skýjalausn sem býður upp á alhliða stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Það hjálpar fyrirtækjum að stjórna samskiptum og gögnum viðskiptavina, sem gerir þeim kleift að byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini til að auka tryggð.

Sérsniðið og skalanleg

Hægt er að aðlaga og sníða Salesforce að sérþörfum félagsins og veita skalanlega lausn sem getur vaxið með fyrirtækinu. Með getu til að bæta við og fjarlægja eiginleika eftir þörfum getur Salesforce stækkað til að mæta vaxandi þörfum fyrirtækisins.

Aukin framleiðni og skilvirkni

Salesforce býður upp á sameinaðan vettvang til að stjórna öllum þáttum lífsferils viðskiptavina, frá markaðssetningu og sölu til þjónustu við viðskiptavini. Með því að sjálfvirknivæða hefðbundin verkefni, eins og gagnainnslátt og öflun tækifæra, getur Salesforce hjálpað til við að bæta framleiðni og skilvirkni, sem gerir teymum kleift að einbeita sér að mikilvægari verkefnum.

Gagnadrifin innsýn

Salesforce býður upp á öfluga skýrslugerð og greiningargetu, sem gerir fyrirtækjum kleift að fá innsýn í gögn viðskiptavina sinna og frammistöðu fyrirtækisins. Með rauntíma mælaborðum, skýrslum og mælingum hjálpar Salesforce fyrirtækjum að taka gagnadrifnar ákvarðanir og hámarka árangur þeirra.

Samþætting við önnur kerfi

Það er hægt að samþætta Salesforce við önnur kerfi, svo sem markaðstól, ERP kerfi og vefverslanir, sem veitir heildarsýn yfir ferðalag viðskiptavina. Þessi samþætting hjálpar fyrirtækjum að hagræða í rekstri sínum, draga úr tvíteknum gagnafærslum og eykur skilvirkni.

hvar er þinn vinnustaður staddur?

Taktu prófið

  • 1. spurning
  • 2. spurning
  • 3. spurning
  • Upplýsingar

Hvernig vinnur starfsfólk þjónustumál?

Hvar geymið þið lista yfir viðskiptavini og sölutækifæri?

Hvað verður um þjónustumál þegar starfsfólk fer í frí?

Þín stig: 0 af 100

eigum við að spjalla um ykkar möguleika með salesforce?
Salesforce er upphafið og endirinn í stafræna umhverfi okkar. Við sjáum alls ekki eftir að hafa leitað til Advania fyrir ráðgjöf.
Margrét Gíslínudóttir
rauða krossinum

Betra samband við viðskiptavini

Salesforce er mest notaða CRM-kerfi í heiminum hjá litlum, meðal- og stórum fyrirtækjum. Salesforce er heildstæð lausn með möguleika til aðlögunar að ferlum hvers fyrirtækis. Í Salesforce eru öll samskipti við viðskiptavini á einum stað. Kerfið tengist auðveldlega öðrum kerfum og þjónustum eins og frá Microsoft og Google.

Spjöllum saman um þín CRM-mál

Náttúruhamfaratryggingar Íslands nýta Salesforce

Salesforce teymi okkar smíðaði nýtt tjónamatskerfi fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Kerfið var innleitt í miðjum atburði á Reykjanesi án þess að hafa verið að fullu prófað áður. Hér má heyra reynslu NTÍ af Salesforce.

Gott samstarf

Advania er samstarfsaðili Salesforce á Íslandi. Ráðgjafar okkar hjálpa til við innleiðingu Salesforce-lausna og samþættingu við önnur upplýsingakerfi.

Við höfum um árabil unnið með mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins að innleiðingu á Salesforce og þróun umhverfisins. Markmið okkar er að stuðla að skjótri innleiðingu og kennslu á kerfið og mæta viðskiptalegum kröfum viðskiptavina.

Spjöllum saman

Sérsniðið að hverri deild

Tæknideild

Stjórnandi öðlast yfirsýn yfir tæknifólk og þeirra sérkunnáttu. Góð skýrsla yfir framvindu verkefna, hvaða vörur og verkfæri þurfa í verkið og hvar tæknifólkið er statt. Starfsfólk fær yfirsýn yfir verkefni dagsins, hvaða vörur og verkfæri þarf í hvert verk. Verkefnum er stillt upp eftir staðsetningu og mikilvægi hvers verks. Allar upplýsingar aðgengilegar í símanum.

Markaðsdeild

Stjórnandi öðlast yfirsýn yfir herferðir, kostnað við þær og tekjur sem skapast út frá þeim. Einföld leið fyrir starfsfólk til að setja upp ferla til að ná til mögulegra viðskiptavina. Lausnin auðveldar markaðsdeild að fylgjast með samskiptum og senda sérsniðin skilaboð á rétta markhópa með aðstoð gervigreindar.

Söludeild

Stjórnandi fær skýra yfirsýn yfir sölupípur. Lausnin auðveldar deildinni að setja sér markmið og mæla árangur. Hún veitir góða yfirsýn yfir viðskiptavini og dregur úr handavinnu. Tilboðsgerð er auðvelduð með góðri yfirsýn yfir vöruúrval og afslætti. Hægt að stilla upp sjálfvirkum samningum. Allar upplýsingar aðgengilegar í símanum.

Þjónustudeild

Stjórnandi fær skýra yfirsýn yfir beiðnir og hvaða starfsfólk tekur við þeim. Hægt er að taka út skýrslur um stöðu mála, halda utanum þjónustusamninga og úthluta verkefnum eftir kunnáttu starfsfólks. Tengja má Salesforce við allar boðleiðir. Þjónustudeild hefur góða yfirsýn yfir viðskiptavini og aðgengi að upplýsingum til að leysa hratt úr öllum beiðnum.

Fréttir og fróðleikur

Advania og Data Dwell ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Advania á öllum Salesforce viðskiptum Data Dwell. Með kaupunum tekur Advania yfir allar skuldbindingar gagnvart þeim viðskiptavinum sem þetta snertir.
Það var þétt setið á morgunverðarviðburðinum okkar Heildarsýn á samskipti á Hilton í gær. Fjallað var um samskipti, gervigreind og mikilvægi þess að hafa heildarsýn yfir þjónustuupplifun viðskiptavina.
Náttúruhamfaratrygging Íslands hafði ákveðið að færa sig yfir í Salesforce kerfið þegar jarðhræringar hófust í Grindavík í nóvember á síðasta ári.  Mikil vinna hafði verið unnin þegar atburðurinn hófst í Grindavík en nýja kerfið hafði þó ekki verið prófað.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Salesforce? Sendu okkur fyrirspurn.