Samtal styður við árangur og ánægju starfsfólks
Við vitum að skipulögð samtöl milli starfsfólks og stjórnenda eru mikilvæg. Þau stuðla að því að fólk viti til hvers er ætlast af þeim, hvort frammistaða þess sé í samræmi við væntingar og til að hjálpa til við starfsþróun.
Með lausninni öðlast starfsfólk yfirsýn yfir fyrri samtöl og getur búið sig undir fyrirhuguð samtöl.
Smelltu á myndbandið til að sjá hvernig starfsfólk getur nýtt sér Samtal.
Regluleg samtöl skapa góða vinnustaði
Stjórnendur sem taka regluleg samtöl við starfsfólk styðja þannig við framgang verkefna, starfsþróun og ánægju starfsfólks.
Í Samtali hefur stjórnandinn yfirsýn yfir stöðu samtala við sitt fólk. Með lausninni má sjá yfirlit yfir þau sem átt hafa samtöl, eru að undirbúa samtöl og eiga eftir að bóka samtöl. Lausnin auðveldar stjórnanda að búa sig undir starfsmannasamtöl.
Smelltu á myndbandið til að sjá hvernig stjórnendur geta nýtt sér Samtal.
Samtal hjálpar mannauðsfólki
Mannauðsfólk getur séð hvaða starfsfólk hefur farið í samtal og getur unnið úr þeim upplýsingum til að tryggja aðgengi starfsfólks að samtölum og þannig stutt við starfsþróun.
Auðvelt að setja upp sniðmát
Samtal gerir mannauðsfólki kleift að búa til sniðmát fyrir allar gerðir samtala. Svo sem starfsmannasamtöl, launasamtöl, viðverusamtöl og starfslokasamtöl.
Mannauður gerir þessi sniðmát aðgengileg í lausninni á hlaðborði stjórnandans. Þar getur stjórnandi valið hvaða starfsmann hann vill tala við og hvers eðlis samtalið sé.
Fréttir af mannauðslausnum
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.