Lausn fyrir sérsniðnar vefverslanir sem krefjast margra tengimöguleika
Hydrogen er lausn frá Shopify sem býður viðskiptavinum upp á sérsniðna vefverslun með miklum sveigjanleika og möguleikum til að skapa einstaka upplifun fyrir viðskiptavini. Hydrogen kemur með tilbúnum tengingamöguleikum við Microsoft Dynamics 365 Business Central auk tenginga við helstu greiðslu- og afhendingaþjónustur.
Shopify Hydrogen er hannað fyrir viðskiptavini sem vilja smíða sérsniðnar vefverslanir frá grunni. Með Hydrogen er hægt að hanna og þróa vefverslanir með miklum sveigjanleika.
Ekki bara uppfærsla
Ef þú ert með Shopify vefverslun og hyggst færa hana yfir í Shopify Hydrogen, þarftu að byggja nýja vefverslun frá grunni með aðkomu tæknifólks. Shopify Hydrogen er ekki uppfærsla eða viðbót við núverandi verslanir heldur nýr rammi sem gerir þér kleift að smíða sérsniðna vefverslun með React framenda. Þetta þýðir að þú þarft að byrja með hreinan striga, skrifa kóðann frá grunni með React og nota forsmíðaða Hydrogen hluta til að bæta við virkni.
Færðu Shopify gögn yfir í Hydrogen
Þú getur notað gögn úr núverandi Shopify reikningi, eins og vörur og pöntunarupplýsingar, og flutt þau yfir í nýju verslunina. Með Hydrogen hefurðu frelsi til að sérsníða alla þætti vefverslunarinnar, þó það krefjist meiri þróunarvinnu og tæknilegrar þekkingar.
Fyrstu skrefin í Shopify Hydrogen
Skipulagning og hönnun
Ákveðið hvernig nýja verslunin á að líta út og virka.
Þróun með Hydrogen
Hefjast handa við þróun með React og forsmíðuðum hlutum frá Hydrogen.
Prófanir
Prufukeyra nýju verslunina til að tryggja að allt virki eins og það á að gera.
Gagnaflutningur
Flytja gögnin með Shopify API úr gömlu versluninni yfir í þá nýju.
Ræsing
Þegar allt er tilbúið, ræsa nýju verslunina og vísa léninu yfir á hana.
Fréttir og greinar um vefverslanir
Spjöllum saman
Viltu vita meira um vefverslanir? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.