Signet tímastimplanir

Vottuð tímastimplunarþjónusta sem uppfyllir kröfur eIDAS til fullgildra tímastimpla.

Spjöllum saman

Nákvæmar og vottaðar tímastimplanir

Fyrsta vottaða tímastimplunar- þjónustan á Íslandi

Traustþjónustur, eins og þessi þjónusta, lúta mun harðari kröfum en hefðbundnar þjónustur. Tryggt er að ströngu kröfur eIDAS reglugerðarinnar séu uppfylltar.

Stafrænar tímastimplanir

Með vottuðum tímastimpli er hægt að sanna á hvaða tíma atburður átti sér stað. Dæmi um atburði eru stöðubreytingar í gagnagrunnum, móttaka og sending gagna, rafrænar undirritanir og hvenær svar barst við ákveðnu erindi.

Tenging við þín kerfi

Signet tímastimplanir er vefþjónusta sem önnur kerfi geta tengst og kallað í til að fá nákvæman tíma.

Signet TSA repository

Nánari upplýsingar og skjölun fyrir þjónustuna má finna á repository síðu Signet.

Meira öryggi

Það hefur verið að færast í aukana að mikilvægar þjónustur séu færðar yfir á rafrænt form. Með tilkomu þessarar aukningar hafa komið fram kvaðir á þjónustur að hafa traust sönnunargögn fyrir atburðum og í sumum tilfellum er skylda að hafa fullgildar tímastimplanir.

Undanfarin ár hefur orðið aukning á tölvuglæpum, það leiðir til þess að meiri krafa er að ganga þannig frá tölvukerfum að minnka eins og hægt er möguleikana á að hægt sé að hagræða gögnum sem þau varðveita. Fullgildar tímastimplanir gegna þar lykilhlutverki þar sem þá er ekki hægt að breyta hlutum eftirá.

Með því að nota vottaða tímastimplunarþjónustu geta aðilar sannað með fullnægjandi hætti hvenær viðkomandi atburður átti sér stað.

Verðskrá

Plan nr.Minimum timestampsPrice per timestampMinimum monthly fee

I

1.000

5,60 ISK

5.600 ISK án vsk

II

10.000

2,95 ISK

29.500 ISK án vsk

III

30.000

2,50 ISK

75.000 ISK án vsk

IV

100.000

1,56 ISK

156.000 ISK án vsk

V

500.000

0,94 ISK

470.000 ISK án vsk

Innifalið í Signet

Allar undirritanir sem framkvæmdar eru í Signet innihalda vottaðan tímastimpil til að sanna á hvaða tíma undirritunin átti sér stað.

Sjáðu Signet undirritanir

Fréttir af rafrænum viðskiptum

Notkun á rafrænum undirritunum hefur verið að færast í aukana undanfarin ár og meðvitund um mikilvægi þess að rafræn undirritun sé fullgildi skv. íslenskum lögum líka. Advania hefur verið leiðandi í þróun lausna fyrir rafræn skilríki á Íslandi og hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.
Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.
Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.