Signet transfer

Signet transfer er lausn sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að senda og móttaka trúnaðargögn með öruggum hætti. Lausnin byggir á notkun rafrænna skilríkja og gögnin eru tryggilega dulkóðuð þannig að aðeins réttir aðilar geta sótt gögnin með rafrænum skilríkjum. Þegar gögnin hafa verið sótt eyðast þau sjálfkrafa úr kerfinu.

Spjöllum saman
Örugg sending gagna
Þú hleður inn gögnunum og skráir móttakanda með kennitölu. Þannig er tryggt að aðeins skráðir móttakendur geta sótt gögnin með rafrænum skilríkjum.
Örugg móttaka gagna
Þú getur verið með uppsetta móttökugátt til þess að taka við gögnum frá öllum með fullgild íslensk rafræn skilríki. Móttökugátt felur í sér ótakmarkaðan fjölda móttökuhópa. Þannig getur þú stýrt flæði gagna inn til fyrirtækisins.
Rekjanlegar sendingar
Allar sendingar eru rekjanlegar þar sem sendendur gagna geta sótt kvittun fyrir sendingu. Þannig er hægt að sýna fram á hvenær og hvert gögnin voru send. Sækja má kvittun fyrir móttöku til þess að sýna fram á að gögn voru móttekin, og hvenær.

Lögreglan treystir Signet transfer

Lögreglan notar Signet Transfer lausn Advania til að senda sín allra viðkvæmustu gögn. Lausnin mætir ítrustu öryggiskröfum lögreglunnar.

Erlendir aðilar geta nú notað Signet transfer fyrir skráarsendingar

Nú er hægt að senda skrár með Signet transfer til erlendra aðila frá yfir 50 löndum.
Líkt og að fá rafræn skilríki í bankanum eða öðrum afgreiðslustað Auðkennis, þarf undirritandi að sækja sér rafræn skilríki í appi þar sem taka þarf mynd af vegabréfi og andliti. Appið leiðir umsækjanda í gegnum ferlið, sem er auðvelt og fljótlegt. Notandi skráir sig svo inn í Signet transfer og getur þá sent og fengið sendar skrár.

Listi yfir lönd með Evrotrust stuðning | Signet Transfer spurt og svarað

Öruggur flutningur skráa

Signet transfer

Í heimi ört vaxandi ógnana frá tölvuþrjótum er stöðugt að verða áhættusamara að senda viðkvæmar upplýsingar í tölvupósti eða með öðrum hætti yfir óvarið burðarlag. Ekki er lengur hægt að treysta á að upplýsingar sem sendar eru með tölvupósti eða álíka máta berist ekki röngum aðilum.

Skoða nánar á Signet.is
allar lausnir á einum stað

Signet lausnafjölskyldan

Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla, svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir og þinglýsingar.

Sjáðu allar Signet lausnirnar

Signet er hugsað fyrir framtíðina

Öruggt

Signet uppfyllir kröfur reglulegar EU (eIDAS) um rafrænar undirritanir, GDPR og ISO27001. Lausnirnar byggja á rafrænum skilríkjum og er öryggi gagna tryggt.

Þægilegt

Lausnirnar eru einfaldar í notkun og ekki er lengur þörf á að skreppa til þess að undirrita skjöl eða sendast með gögn á milli staða. Þetta er leyst í rafrænum hætti.

Umhverfisvænt

Segðu bless við pappírinn, umslögin, skjalaskápana og póstflutninginn með rafrænum lausnum frá Signet.

Fréttir af rafrænum viðskiptum

Notkun á rafrænum undirritunum hefur verið að færast í aukana undanfarin ár og meðvitund um mikilvægi þess að rafræn undirritun sé fullgildi skv. íslenskum lögum líka. Advania hefur verið leiðandi í þróun lausna fyrir rafræn skilríki á Íslandi og hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.
Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.
Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.