Lögreglan treystir Signet transfer
Lögreglan notar Signet Transfer lausn Advania til að senda sín allra viðkvæmustu gögn. Lausnin mætir ítrustu öryggiskröfum lögreglunnar.
Erlendir aðilar geta nú notað Signet transfer fyrir skráarsendingar
Nú er hægt að senda skrár með Signet transfer til erlendra aðila frá yfir 50 löndum.
Líkt og að fá rafræn skilríki í bankanum eða öðrum afgreiðslustað Auðkennis, þarf undirritandi að sækja sér rafræn skilríki í appi þar sem taka þarf mynd af vegabréfi og andliti. Appið leiðir umsækjanda í gegnum ferlið, sem er auðvelt og fljótlegt. Notandi skráir sig svo inn í Signet transfer og getur þá sent og fengið sendar skrár.
Listi yfir lönd með Evrotrust stuðning | Signet Transfer spurt og svarað
Signet transfer
Í heimi ört vaxandi ógnana frá tölvuþrjótum er stöðugt að verða áhættusamara að senda viðkvæmar upplýsingar í tölvupósti eða með öðrum hætti yfir óvarið burðarlag. Ekki er lengur hægt að treysta á að upplýsingar sem sendar eru með tölvupósti eða álíka máta berist ekki röngum aðilum.
Signet lausnafjölskyldan
Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla, svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir og þinglýsingar.
Signet er hugsað fyrir framtíðina
Öruggt
Signet uppfyllir kröfur reglulegar EU (eIDAS) um rafrænar undirritanir, GDPR og ISO27001. Lausnirnar byggja á rafrænum skilríkjum og er öryggi gagna tryggt.
Þægilegt
Lausnirnar eru einfaldar í notkun og ekki er lengur þörf á að skreppa til þess að undirrita skjöl eða sendast með gögn á milli staða. Þetta er leyst í rafrænum hætti.
Umhverfisvænt
Segðu bless við pappírinn, umslögin, skjalaskápana og póstflutninginn með rafrænum lausnum frá Signet.
Fréttir af rafrænum viðskiptum
Tölum saman
Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.