Erlendar undirritanir með Signet
Nú geta einstaklingar frá yfir 50 löndum auðkennt sig inn í Signet, sent skjöl í undirritun og/eða undirritað í Signet.
Líkt og að fá rafræn skilríki í bankanum eða öðrum afgreiðslustað Auðkennis, þarf undirritandi að sækja sér rafræn skilríki í appi þar sem taka þarf mynd af vegabréfi og andliti. Appið leiðir umsækjanda í gegnum ferlið, sem er auðvelt og fljótlegt. Notandi skráir sig svo inn í Signet og getur þá fengið send skjöl í undirritun og undirritað.
Að skipta yfir í rafrænar undirritanir er jafn auðvelt og að nota þær
Hægt er að sækja um fyrirtækjaáskrift að Signet með því að hafa samband við sérfræðinga Advania eða fylla út rafrænt form hér. Áskriftin gerir fyrirtækjum kleift að veita starfsfólki sínu aðgang til þess að senda skjöl í undirritun í nafni fyrirtækisins. Þú velur þá áskrift sem hentar, engin falin gjöld né auka kostnaður fyrir fjölda notenda. * Einnig er hægt að fjárfesta í stökum undirritunum sem gilda í þrjá mánuði.
Einstaklingar geta á auðveldan hátt stofnað áskrift á sitt nafn eða fjárfest í stökum undirritunum sem gilda í 3 mánuði á vef Signet
*Áskriftargjöld ná ekki til þeirra þjónustugjalda sem Auðkenni/Evrotrust taka fyrir sína þjónustu.
Vottaðar tímastimplanir
Allar undirritanir í Signet hafa tímastimpil sem uppfyllir kröfur eIDAS til fullgildra tímastimpla. Því er hægt að sanna á hvaða tíma undirritun átti sér stað.
Signet lausnafjölskyldan
Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla. Svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir, þinglýsingar og tímastimplun.
Einfaldari aðgangsmál í Signet team með Microsoft Active Directory
Nú er hægt að nota Microsoft AD fyrir notendaumsýsluna í Signet team. Fyrirtæki geta sett upp aðganga eftir þörfum og starfsfólk. T.d. sömu deildir eða teymi, geta haft aðgang að sameiginlegu teymissvæði til þess að senda sjöl í undirritunarferli og geta hlaupið í skarðið fyrir hvort annað.
Aðgöngum starfsfólks að Signet team er stýrt með öryggishópum (e. security groups) og starfsfólk getur skráð sig inn með Microsoft aðgangi sínum á fljótlegan og öruggan hátt. Með tilkomu Microsoft AD tengingarinnar er einnig hægt að bæta við flýtileið í Microsoft Teams rás og senda þaðan skjöl beint í undirritun.
Fréttir af rafrænum viðskiptum
Tölum saman
Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.