Fullgildar rafrænar undirritanir fyrir einstaklinga frá yfir 50 löndum

Signet undirritanir

Signet er örugg, einföld og umhverfisvæn leið til þess að senda skjöl í undirritun og skrifa undir rafrænt. Allar undirritanir í Signet eru fullgildar og jafngildar undirritun með penna. Með Signet getur þú sent skjöl í undirritun og/eða undirritað í yfir 50 löndum í heiminum.

Spjöllum saman

Sendu og skrifaðu rafrænt undir skjöl

skrifaðu undir nútímann
Öryggi
Signet uppfyllir kröfur reglugerðar EU (eIDAS) um rafrænar undirskriftir, GDPR og ISO27001. Hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.
Góð þjónusta
Signet er örugg, einföld og umhverfisvæn leið til þess að senda skjöl í undirritun og skrifa undir rafrænt. Við leiðum þig í gegnum samþættingarferlið við þitt kerfi.
Hagkvæmt
Þú velur þá áskrift sem hentar þínu fyrirtæki. Enginn falinn kostnaður né auka gjöld fyrir fleiri notendur. Minna af pappír og óþörfum flutningum.
Þægilegt
Notendur geta skrifað undir í snjalltækjum - hvenær sem er. Lausnin er einföld í notkun og felur í sér gríðarlegan vinnusparnað þar sem ekki þarf lengur að sendast með gögn til undirritunar.

Erlendar undirritanir með Signet

Nú geta einstaklingar frá yfir 50 löndum auðkennt sig inn í Signet, sent skjöl í undirritun og/eða undirritað í Signet.
Líkt og að fá rafræn skilríki í bankanum eða öðrum afgreiðslustað Auðkennis, þarf undirritandi að sækja sér rafræn skilríki í appi þar sem taka þarf mynd af vegabréfi og andliti. Appið leiðir umsækjanda í gegnum ferlið, sem er auðvelt og fljótlegt. Notandi skráir sig svo inn í Signet og getur þá fengið send skjöl í undirritun og undirritað.

Veldu þá áskrift sem þér hentar þínu fyrirtæki

Að skipta yfir í rafrænar undirritanir er jafn auðvelt og að nota þær

Hægt er að sækja um fyrirtækjaáskrift að Signet með því að hafa samband við sérfræðinga Advania eða fylla út rafrænt form hér. Áskriftin gerir fyrirtækjum kleift að veita starfsfólki sínu aðgang til þess að senda skjöl í undirritun í nafni fyrirtækisins. Þú velur þá áskrift sem hentar, engin falin gjöld né auka kostnaður fyrir fjölda notenda. * Einnig er hægt að fjárfesta í stökum undirritunum sem gilda í þrjá mánuði.

Einstaklingar geta á auðveldan hátt stofnað áskrift á sitt nafn eða fjárfest í stökum undirritunum sem gilda í 3 mánuði á vef Signet

7.130 KR

Mánaðargjald með VSK*


25 mánaðarlegar undirritanir

Kaupa áskrift

13.020 KR

Mánaðargjald með VSK*


50 mánaðarlegar undirritanir

Kaupa áskrift

30.400 KR

Mánaðargjald með VSK*


125 mánaðarlegar undirritanir

Kaupa áskrift

Tilboð

Fáðu tilboð í mánaðargjald*


Stórnotendur

Hafa samband

*Áskriftargjöld ná ekki til þeirra þjónustugjalda sem Auðkenni/Evrotrust taka fyrir sína þjónustu.

Vottaðar tímastimplanir

Allar undirritanir í Signet hafa tímastimpil sem uppfyllir kröfur eIDAS til fullgildra tímastimpla. Því er hægt að sanna á hvaða tíma undirritun átti sér stað.

Sjáðu Signet tímastimplanir
ALLAR LAUSNIR Á EINUM STAÐ

Signet lausnafjölskyldan

Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla. Svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir, þinglýsingar og tímastimplun.

Sjá allar Signet lausnirnar

Fréttir af rafrænum viðskiptum

Notkun á rafrænum undirritunum hefur verið að færast í aukana undanfarin ár og meðvitund um mikilvægi þess að rafræn undirritun sé fullgildi skv. íslenskum lögum líka. Advania hefur verið leiðandi í þróun lausna fyrir rafræn skilríki á Íslandi og hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.
Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.
Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.