Vala skólakerfi

Vala er framúrskarandi lausn fyrir sveitarfélög um leikskóla, skólamat, frístundastarf, félagsmiðstöðvastarf og vinnuskóla. Völukerfin einfalda dagleg störf og samskipti.

Spjöllum saman
Kjarnaeiningar Völu

Samstilltar einingar

Öflugt umsóknarkerfi

Öll Völu-kerfin eru með öfluga umsóknarferla bæði fyrir forráðamenn og fyrir starfsfólk. Ein af lykilforsendum Völu er að allt sem forráðamenn geta gert í kerfinu getur starfsfólk einnig og þar með veitt framúrskarandi þjónustu.

Einfaldar dagleg störf

Í öllum Völu-kerfum er áhersla á að auðvelda dagleg störf, eins og viðveruskráningar. Þetta er gert með ferlamiðuðu viðmóti sem endurspeglar þau verkefni sem starfsfólk innir af hendi á hverju degi.

Gott aðgengi og öryggi

Vala er skýjalausn og því aðgengileg hvar og hvenær sem er. Hún er aðgengileg í tölvum, spjaldtölvum eða snjallsímum. Vala býður upp á öflugar aðgangsstýringar og notast við innskráningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Samþætting við íbúagáttir 

Vala er með yfirgripsmikið samþættingarlag og öflug vefþjónustuskil. Þannig er auðvelt að tengja Völu við íbúagáttir, bókhaldskerfi, launakerfi eða við vefsíður sem vilja birta upplýsingar sem eru í Völu.

Vala leikskólaappið 

Vala er stafrænn vettvangur fyrir starfsfólk og forráðamenn. Þar geta forráðamenn séð tilkynningar frá leikskólanum, sent og tekið á móti skilaboðum, séð matseðla og viðburðadagatal leikskólans. Í appinu getur starfsfólk deilt myndum úr daglegu leikskólastarfi með forráðamönnum. Myndirnar eru eingöngu sýnileg forráðamönnum barna sem merkt eru á myndirnar.

Hagnýt tölfræði

Tölfræði í Völu eru annars vegar sérsniðnar skýrslur og hins vegar listar sem notendur geta kallað fram víða í kerfinu. Með Völu er auðvelt að hafa góða yfirsýn, taka saman hvers kyns tölfræði og flytja yfir í forrit á borð við Excel.

Vala leikskóli

Leikskólakerfi Völu auðveldar alla umsýslu um leikskólarekstur fyrir sveitarfélagið. Hvort sem um er að ræða eigin leikskóla, dagforeldra eða sjálfstætt starfandi. Allir ferlar fyrir leikskóla eru til staðar í kerfinu. Vinnsla og ferli vegna biðlista eru ítarleg og sendir kerfið sjálfvirkt skilaboð til forráðmanna og starfsfólks þegar umsóknir breyta um stöðu. 

  • Sveigjanleg reikningagerð 

  • Fjölbreyttir ferlar

Vala sumarfrístund

Vala sumarfrístund er til að annast umsjón, rekstur og greiðslur vegna sumarnámskeiða sem sveitarfélög og íþróttafélög bjóða börnum á sumrin. Námskeið má flokka á ýmsa vegu; t.d fyrirframgreidd eða eftirágreidd eða með aldurstakmörkunum. Hægt er að skilgreina biðlista og veita undanþágur frá aldursviðmiði fyrir þau sem eru á undan í skóla.

Vala vetrarfrístund

Vala vetrarfrístund er til að annast umsjón og rekstur á þjónustu við börn á grunnskólaaldri sem dvelja í skólanum sínum eftir að kennslu lýkur og á ákveðnum frídögum. Foreldrar geta sótt um slíka dvöl í umsóknarvef Völu vetrarfrístundar eða í gegnum íbúagátt.

Vala vinnuskóli

Á sumrin streyma unglingar í vinnuskóla á vegum sveitarfélaganna. Vala vinnuskóli leysir allt sem viðkemur umsýslu vinnuskólans. Umsóknir, viðveruskráningar og útreikningar á tímum. Vala vinnuskóli sannreynir bankaupplýsingar og sendir í launakerfið.  í Völu vinnuskóla geta forráðamenn séð umsagnir sinna barna.

  • Öflugur umsóknarvefur 
  • Sveigjanlegt reiknitól 
  • Viðveruskráningar 
  • Tilkynningar

Vala félagsmiðstöð

Vala félagsmiðstöð heldur utanum um alla viðburði á vegum félagsmiðstöðva. Hvort sem það er opið hús, klúbbastarf eða Samfés. Starfsfólk félagsmiðstöðva getur haldið utan um mætingu unglinganna á viðburði. Umsóknarvefur fylgir Völu félagsmiðstöð þar sem bæði unglingar og foreldrar geta skráð á viðburði. Foreldrar geta gefið greiðslusamþykki fyrir viðburðum og þannig gefið unglingnum meira sjálfstæði að skrá sig á viðburði sem þarf að greiða fyrir. Foreldrar geta einnig samþykkt leyfisbréf ef félagsmiðstöðin óskar eftir því fyrir stærri viðburði.

Vala skólamatur

Vala skólamatur er heildarlausn fyrir skólamat í grunnskólum. Hluti af daglegum rekstri grunnskóla er að bjóða nemendum aðgang að mat á skólatíma. Til þess þarf umsóknarferli og skráningar sem tryggja að réttar upplýsingar séu til staðar fyrir skólann og fyrir reikningagerð. Einfaldur umsóknarvefur, samþætting við INNU, Mentor og Námfús, sveigjanleg reikningagerð sem skilar gögnum til bókhalds og viðmót fyrir starfsfólk og nemendur í mötuneyti. 

  • Öflugur umsóknarvefur 
  • Einfalt umsóknarferli 
  • Sjálfvirkni í samskiptum 
  • Sveigjanleg reikningagerð
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.