Samstilltar einingar
Öflugt umsóknarkerfi
Öll Völu-kerfin eru með öfluga umsóknarferla bæði fyrir forráðamenn og fyrir starfsfólk. Ein af lykilforsendum Völu er að allt sem forráðamenn geta gert í kerfinu getur starfsfólk einnig og þar með veitt framúrskarandi þjónustu.
Einfaldar dagleg störf
Í öllum Völu-kerfum er áhersla á að auðvelda dagleg störf, eins og viðveruskráningar. Þetta er gert með ferlamiðuðu viðmóti sem endurspeglar þau verkefni sem starfsfólk innir af hendi á hverju degi.
Gott aðgengi og öryggi
Vala er skýjalausn og því aðgengileg hvar og hvenær sem er. Hún er aðgengileg í tölvum, spjaldtölvum eða snjallsímum. Vala býður upp á öflugar aðgangsstýringar og notast við innskráningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Samþætting við íbúagáttir
Vala er með yfirgripsmikið samþættingarlag og öflug vefþjónustuskil. Þannig er auðvelt að tengja Völu við íbúagáttir, bókhaldskerfi, launakerfi eða við vefsíður sem vilja birta upplýsingar sem eru í Völu.
Vala leikskólaappið
Vala er stafrænnn vettvangur fyrir starfsfólk og forráðamenn. Þar geta forráðamenn séð tilkynningar frá leikskólanum, sent og tekið á móti skilaboðum, séð matseðla og viðburðadagatal leikskólans. Í appinu getur starfsfólk deilt myndum úr daglegu leikskólastarfi með forráðamönnum. Myndirnar eru eingöngu sýnileg forráðamönnum barna sem merkt eru á myndirnar.
Hagnýt tölfræði
Tölfræði í Völu eru annars vegar sérsniðnar skýrslur og hins vegar listar sem notendur geta kallað fram víða í kerfinu. Með Völu er auðvelt að hafa góða yfirsýn, taka saman hvers kyns tölfræði og flytja yfir í forrit á borð við Excel.