Headless kerfi
VEVA framenda viðmótið er einstaklega notendavænt en getur líka verið „Headless” sem þýðir að VEVA leikur vel með öðrum kerfum og því auðvelt að raða VEVU inn í stafrænar lausnir hvers fyrirtækis.
VEVA hönnunarkerfi
Í samstarfi við Jökulá hefur VEVA fengið sitt eigið hönnunarkerfi. Þetta þýðir að það er ennþá fljótlegra að setja upp VEVA efnisvef en áður.
VEVA hentar sérstaklega vel þeim sem
- Vantar einfalda og fljótlega lausn sem er hægt að aðlaga að sérþörfum án mikillar fyrirhafnar.
- Vilja geta sinnt vefnum sínum efnislega án aðstoðar eða aðkomu forritara.
- Vilja geta raðað saman tæknilausnum fyrirtækisins til að endurspegla kerfislegar þarfir.
- Vilja mikla stjórn en einfalt viðmót sem er fljótlegt að læra á.
- Þurfa að sækja upplýsingar á marga staði og birta með í samræmdu útliti.
Þú ert í góðum félagsskap
Headless möguleikar
Í nútíma vefumhverfi breytast þarfirnar hratt. Með headless er hægt að velja inn kerfi og þjónustuaðila eins og hentar án þess að þurfa að þróa vefinn upp á nýtt. Headless vefir eru mun léttari og sneggri en hefðbundnir vefir og henta því sérlega vel á stórum vefum.
Samþættingar við þjónustu þriðja aðila
Þarftu að tengja vefinn við póstlistakerfið þitt eða viltu fá skjölin þín inn á læstar mínar síður? Viltu geta boðið upp á bókanir á viðburði eða þjónustu? Við tengjum þig við þær þjónustur sem þú þarft fyrir þinn rekstur.
Fréttir og greinar um veflausnir
Spjöllum saman
Viltu vita meira um VEVA? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.