Heimili fyrir stafræna viðburði
Stafrænn heimur
Lausnin er umgjörð utan um streymi frá stórum jafnt og smáum viðburðum. Þar má birta streymi frá helstu streymisþjónustum á netinu svo sem YouTube, Vimeo, Zoom og fleirum.
Sérsniðið útlit
Aðlagaðu útlitið að þínu vörumerki. Hver viðskiptavinur fær að aðlaga útlitið að sínu vörumerki, meðal annars með litum, leturgerð og bakgrunnsmyndum.
Aðgengilegt efni
Að viðburðum loknum er hægt að gera allar upptökur aðgengilegar í lausninni. Reynsla þeirra sem hafa haldið stafræna viðburði er að það bæti upplifun gesta að gera upptöku af honum aðgengilega eftir á.
Utanumhald og aðgangsstýring
Viðburðarlausnin býður upp á að hafa viðburði opna og aðgengilega öllum, eða að hafa skráningarform fyrir hvern viðburð. Með því er hægt að halda utan skráningar gesta og tryggja eftirfylgni.
Umhverfisvænn kostur
Minnkaðu kolefnisspor viðburðarins með því að halda hann að hluta til eða alfarið í stafrænum heimum.
Gagnvirkni
Notendur geta spjallað, sent inn spurningar og svarað skoðanakönnunum á meðan beinni útsendingu stendur. Þannig er hægt að skapa gagnvirkni og fá endurgjöf frá gestum.