Straumurinn (X-road)

Advania býður upp á hýsingu og rekstur á netþjónum sem geta átt samskipti um Strauminn (X-Road gagnaflutningslag) hjá Stafrænu Íslandi.

Spjöllum saman

X-Road öryggisþjónar

Þitt eigið umhverfi
Hver viðskiptavinur fær fullkomlega aðskilið og einangrað umhverfi sem samanstendur af eigin sýndarneti og netþjónum.
Þróun, prófun og raun aðskilið
Hver uppsetning samanstendur af þremur X-Road netþjónum svo hægt sé að aðskilja þróun, prófun og raun.
Öryggi
Öryggi er haft í fyrirrúmi með tvöföldu undirlagi á hýsingu, eldvegg, DDoS vörn, öruggri VPN tengingu og eftirliti með stöðu netþjóna.
Stýrikerfi
Öryggisuppfærslur og veikleikaskönnun á Linux stýrikerfi netþjóna.
Skilríki
Uppsetning og endurnýjun útgefna skilríkja á netþjónunum – ásamt vöktun skilríkja til að fyrirbyggja að þau renni út án fyrirvara.
Afritun
Netþjónar eru afritaðir daglega yfir í annað gagnaver og hvert afrit geymt í 90 daga.

Straumurinn X-Road

Straumurinn er gagnaflutningslag sem tryggir örugg samskipti á milli upplýsingakerfa. Þessi þjónusta gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að tengjast Straumnum hjá Stafrænu Íslandi og nýta staðlaðar gagnasamskiptaleiðir í samskiptum við aðrar stofnanir og hið opinbera – á hátt sem eykur hagræðingu í uppsetningu og rekstri

  • Þrír netþjónar > þróun, prófun og raun aðskilin
  • Hýsing aðskilin frá öðrum fyrirtækjum og stofnunum
  • Innbrotavarnir á neti
  • Dulkóðun á tengingum
  • Öflugar aðgangsstýringar
  • DDoS árásavarnir á öllum þjónustum Advania
  • Uppfærslur samkvæmt ströngu breytingaferli Advania
  • Áralöng reynsla af rekstri UT lausna
  • ISO 27001 vottun
  • Uppfyllir allar kröfur frá Stafrænu Íslandi ásamt öryggiskröfum Advania
Spjöllum saman

Öryggi í gagnaflutningum

Advania býður upp á hýsingu á X-Road sem uppfyllir allar kröfur frá Stafrænu Íslandi ásamt öryggiskröfum Advania þ.á.m. ISO 27001 vottun. Netþjónarnir í hýsingu eru fullkomlega aðskilið og einangrað umhverfi frá öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Þess að auki eru innbrotavarnir á neti, dulkóðun á tengingum og öflugar aðgangsstýringar í þjónustunni og DDoS árásavarnir á öllum þjónustum Advania.

Spjöllum saman

Fréttir og fróðleikur

Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.