Straumurinn (X-road)

Advania býður upp á hýsingu og rekstur á netþjónum sem geta átt samskipti um Strauminn (X-Road gagnaflutningslag) hjá Stafrænu Íslandi.

Spjöllum saman

X-Road öryggisþjónar

Þitt eigið umhverfi
Hver viðskiptavinur fær fullkomlega aðskilið og einangrað umhverfi sem samanstendur af eigin sýndarneti og netþjónum.
Þróun, prófun og raun aðskilið
Hver uppsetning samanstendur af þremur X-Road netþjónum svo hægt sé að aðskilja þróun, prófun og raun.
Öryggi
Öryggi er haft í fyrirrúmi með tvöföldu undirlagi á hýsingu, eldvegg, DDoS vörn, öruggri VPN tengingu og eftirliti með stöðu netþjóna.
Stýrikerfi
Öryggisuppfærslur og veikleikaskönnun á Linux stýrikerfi netþjóna.
Skilríki
Uppsetning og endurnýjun útgefna skilríkja á netþjónunum – ásamt vöktun skilríkja til að fyrirbyggja að þau renni út án fyrirvara.
Afritun
Netþjónar eru afritaðir daglega yfir í annað gagnaver og hvert afrit geymt í 90 daga.

Straumurinn X-Road

Straumurinn er gagnaflutningslag sem tryggir örugg samskipti á milli upplýsingakerfa. Þessi þjónusta gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að tengjast Straumnum hjá Stafrænu Íslandi og nýta staðlaðar gagnasamskiptaleiðir í samskiptum við aðrar stofnanir og hið opinbera – á hátt sem eykur hagræðingu í uppsetningu og rekstri

  • Þrír netþjónar > þróun, prófun og raun aðskilin
  • Hýsing aðskilin frá öðrum fyrirtækjum og stofnunum
  • Innbrotavarnir á neti
  • Dulkóðun á tengingum
  • Öflugar aðgangsstýringar
  • DDoS árásavarnir á öllum þjónustum Advania
  • Uppfærslur samkvæmt ströngu breytingaferli Advania
  • Áralöng reynsla af rekstri UT lausna
  • ISO 27001 vottun
  • Uppfyllir allar kröfur frá Stafrænu Íslandi ásamt öryggiskröfum Advania
Spjöllum saman

Öryggi í gagnaflutningum

Advania býður upp á hýsingu á X-Road sem uppfyllir allar kröfur frá Stafrænu Íslandi ásamt öryggiskröfum Advania þ.á.m. ISO 27001 vottun. Netþjónarnir í hýsingu eru fullkomlega aðskilið og einangrað umhverfi frá öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Þess að auki eru innbrotavarnir á neti, dulkóðun á tengingum og öflugar aðgangsstýringar í þjónustunni og DDoS árásavarnir á öllum þjónustum Advania.

Spjöllum saman

Fréttir og fróðleikur

Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.