28.08.2024

Kynntu þér allt sem Haustráðstefna Advania hefur upp á að bjóða

Nú er aðeins vika í þrítugustu Haustráðstefnu Advania. Yfir þrjátíu fyrirlesarar stíga á svið á vefráðstefnunni 4. september og á aðaldagskránni í Hörpu 5. september. Einnig bjóðum við upp á hliðarviðburði þessa daga sem eru opnir öllum sem skrá sig og þarf ekki að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta. Hægt er að kynna sér alla dagskrána á vef ráðstefnunnar.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Vefdagskrá 4. september

Vefhluti ráðstefnunnar fer fram miðvikudaginn 4. september frá kl. 10 til 15 og er frábær upphitun fyrir aðaldagskrá Haustráðstefnunar í Hörpu. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara flytur erindi um gervigreind, öryggismál, sjálfbærni og fleira.

Fyrirlestrarnir fara fram í beinu streymi og eru aðgengilegir öllum sem skrá sig á haustráðstefnuvefnum. Þegar þú hefur skráð þig inn á ráðstefnuvefinn getur þú sett saman þína eigin dagskrá. Þú getur þá raðað saman því sem þér þykir áhugaverðast í dagskránni; hvort sem það er á vefdagskrá, Hörpu eða hliðarviðburðum.

Þar verður meðal annars fjallað um netógnir, gervi-list, dýrkeyptar lexíur, ábyrgð stjórnenda, gervigreind, sjálfbærni og upplýsingatækni, grænt forskot, öryggismál og fleira.

Hliðardagskrá 5. september

Samhliða aðaldagskrá í Hörpu munu fara fram hliðarviðburðir Í Kaldalóni og Rímu í Hörpu. Ekki þarf að eiga miða á ráðstefnuna til að mæta á þessa viðburði en þó er nauðsynlegt að skrá sig.

Líkt og á hverju ári höldum við sérstakan viðburð fyrir konur í tækni á Haustráðstefnunni. Í ár fer hann fram 4. september frá 16-18 í Björtuloftum í Hörpu. Hlustaðu á reynslusögur úr tæknigeiranum og náðu þér í innblástur fyrir haustið. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Dell Technologies og NVIDIA og skráning er hafin.

Tveir Oracle viðburðir fara fram þann 5. september í Hörpu. Annars vegarum og hins vegar um öryggismál og hins vegar sjálfbærni og gervigreind. Koma þar fram bæði fyrirlesarar frá Advania og Oracle.

Dell Technologies og NVIDIA eru á leiðinni til landsins og halda morgunverðarviðburð á Haustráðstefnunni í Hörpu 5. september þar sem gervigreind verður í forgrunni.

Það er tilvalið að byrja ráðstefnudaginn snemma á kaffi og léttum morgunmat á þessum áhugaverðu morgunviðburðum áður en dagskráin hefst á stóra sviðinu. Nánar má lesa um alla hliðarviðburði á Haustráðstefnuvefnum.

Aðaldagskrá Haustráðstefnunnar í Hörpu 5. september hefur nú þegar verið kynnt. Athugið að kaupa þarf miða á þennan hluta ráðstefnunnar. Nina Schick er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár en hún er ein af fremstu sérfræðingum heims í málefnum gervigreindar. Ekki missa af neinu á Haustráðstefnunni 2024!

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.