Þjónustu- og rekstrarsamningar
Við hjálpum þér að nýta Business Central á sem bestan hátt. Nokkrar þjónustuleiðir eru í boði með mismunandi þjónustuþáttum sem henta mismunandi fyrirtækjum.
Ekki missa af neinu
allt viðskiptakerfið á einum staðStöðugar uppfærslur í skýinu
Mánaðarlegar uppfærslur koma sjálfkrafa beint frá Microsoft. Dýrar og tímafrekar uppfærslur heyra því sögunni til þegar fyrirtæki stökkva á skýjalestina. Alltaf nýjasta nýtt!
Þekktur kostnaður
Advania bíður upp á innleiðingar og uppfærslu upp í skýið á föstu verði. Þá er kostnaðurinn ljós í upphafi og engin hætta á bakreikningum til viðskiptavina.
Aðgangur hvar sem er
Sama upplifun – hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði. Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOS.
Betri yfirsýn og auðveldara aðgengi að gögnum
Dynamic 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi með samtengdum kerfiseiningum fyrir sölu, innkaup, fjárhag, mannauð og viðskiptavini. Allt talar saman og gefur notandanum frábæra yfirsýn.
Samþætting við Microsoft 365
Það hefur aldrei verið auðveldara að halda utan um sölutækifæri, vinna í tilboðum, pöntunum og reikningum á einum stað.
Náið samstarf við Microsoft
Sérlausnir Advania í AppSource eru vottaðar af Microsoft og uppfærast reglulega meðfram uppfærslu á Business Central kerfinu.
Öryggi gagna og persónuupplýsinga
Tryggðu að GDPR kröfur séu uppfylltar með rekjanleika og réttri aðgangsstýringu að gögnum. Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn á öruggan máta með innbyggðri dulkóðun.
Öryggi í skýinu
Microsoft gerir ríkar kröfur til viðskiptavina þegar kemur að öryggi í skýjaumhverfinu. Gerð er krafa um örugg og vönduð lykilorð fyrir notendur og á sama tíma er krafist þess að allir séu með virka tvöfalda auðkenningu. Með þessu er hámarksöryggi tryggt varðandi aðgengi að upplýsingunum þínum.