Dynamics 365 Business Central

Business Central er viðskiptakerfi sem byggt er á traustum grunni Dynamics Nav. Kerfið er öflug lausn fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, mannauð og birgðarstýringu - miklu meira en bara bókhaldskerfi.

Þjónustu- og rekstrarsamningar

Við hjálpum þér að nýta Business Central á sem bestan hátt. Nokkrar þjónustuleiðir eru í boði með mismunandi þjónustuþáttum sem henta mismunandi fyrirtækjum.

Lesa nánar um þjónustusamninga

Ekki missa af neinu

allt viðskiptakerfið á einum stað

Stöðugar uppfærslur í skýinu

Mánaðarlegar uppfærslur koma sjálfkrafa beint frá Microsoft. Dýrar og tímafrekar uppfærslur heyra því sögunni til þegar fyrirtæki stökkva á skýjalestina. Alltaf nýjasta nýtt!

Þekktur kostnaður

Advania bíður upp á innleiðingar og uppfærslu upp í skýið á föstu verði. Þá er kostnaðurinn ljós í upphafi og engin hætta á bakreikningum til viðskiptavina.

Aðgangur hvar sem er

Sama upplifun – hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði. Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOS.

Betri yfirsýn og auðveldara aðgengi að gögnum

Dynamic 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi með samtengdum kerfiseiningum fyrir sölu, innkaup, fjárhag, mannauð og viðskiptavini. Allt talar saman og gefur notandanum frábæra yfirsýn.

Samþætting við Microsoft 365

Það hefur aldrei verið auðveldara að halda utan um sölutækifæri, vinna í tilboðum, pöntunum og reikningum á einum stað.

Náið samstarf við Microsoft

Sérlausnir Advania í AppSource eru vottaðar af Microsoft og uppfærast reglulega meðfram uppfærslu á Business Central kerfinu.

Öryggi gagna og persónuupplýsinga

Tryggðu að GDPR kröfur séu uppfylltar með rekjanleika og réttri aðgangsstýringu að gögnum. Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn á öruggan máta með innbyggðri dulkóðun.

Öryggi í skýinu

Microsoft gerir ríkar kröfur til viðskiptavina þegar kemur að öryggi í skýjaumhverfinu. Gerð er krafa um örugg og vönduð lykilorð fyrir notendur og á sama tíma er krafist þess að allir séu með virka tvöfalda auðkenningu. Með þessu er hámarksöryggi tryggt varðandi aðgengi að upplýsingunum þínum.

Það er ódýrara að vera í skýinu

Með Business Central í skýinu verður kostnaður lægri og fyrirsjáanlegri og engin stór uppfærsluverkefni aftur. Reikningar fyrir hýsingu og rekstur kerfisins hverfa því allt er þetta innifalið í áskriftargjöldum. Því hafa fyrirtæki alltaf sveigjanleika til að bæta við eða fækka notendum sem greitt er fyrir.

Í skýinu þekkist ekki tækniskuld. Þegar nýjungar koma fram er hægt að byrja að nýta þær strax og ekki þörf á kostnaðarsömum breytingum til að tengja útgáfu fyrirtækisins af kerfinu.

Orgus nýtir tengingar Business Central við Shopify

Fjölskyldufyrirtækið Orgus ehf. fór af stað með vefverslun þar sem ákveðið var að setja upp Shopify ofan á Business Central. Þannig náðu þau að nýta traust viðskiptakerfi með allar þær samþættingar og öryggismöguleika sem Microsoft þjónustur eru þekktar fyrir en einnig létt POS kerfi sem er inbyggt í Shopify. Þetta auðveldar þeim allt frá utanumhaldi birgða til reikningavinnslu.

Horfðu á myndbandið til að heyra hvað Guðrún M. Örnólfsdóttir, framkvæmdastjóri Orgus hafði að segja um kosti Business Central með Shopify.

OKKUR ÞÆTTI GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR

Hafðu samband við okkur

Hjálparvefur

Með áratuga reynslu í bókhaldskerfum erum við boðin og búin að aðstoða viðskiptavini okkar. Þess vegna erum við ekki einungis með úrval þjónustuleiða, heldur einnig frían aðgang að ýmsu ítarefni.

Business Central hjálparvefurinn

Leyfi í boði

Tvö leyfi eru í boði sem henta flestum stærðum fyrirtækja.

EssentialPremium

Fjárhagur

Viðskiptatengsl

Rafræn þjónusta

Mannauður

Verkefnastýring

Birgðastýring

Dýpri fjárhagsvirkni

Gervigreind

Vöruhúsastýring

Þjónusta

Framleiðsla

Basic

Er hannað fyrir minni fyrirtæki og einyrkja.

  • Fjárhagur
  • Viðskiptatengsl
  • Rafræn þjónusta
  • Mannauður
  • Verkefnastýring
  • Birgðastýring

Essential

  • Fjárhagur
  • Dýpri fjárhagsvirkni
  • Gervigreind
  • Viðskiptatengsl
  • Rafræn þjónusta
  • Mannauður
  • Verkefnastýring
  • Birgðastýring
  • Vöruhúsastýring

Premium

  • Fjárhagur
  • Dýpri fjárhagsvirkni
  • Gervigreind
  • Viðskiptatengsl
  • Rafræn þjónusta
  • Mannauður
  • Verkefnastýring
  • Birgðastýring
  • Vöruhúsastýring
  • Þjónusta
  • Framleiðsla

Viðbætur frá Advania

Advania íslenskur grunnpakki

Advania IS365

Lausnin er grunnlausn Advania og fylgir öllum uppsetningum, frítt. Lausnin er önnur af tveimur lausnum sem ætlað er að styðja við Dynamics 365 Business Central þannig að það uppfylli skilyrði um íslenskt bókhald.

Advania VSK skil

Advania VAT Reporting

Lausnin heldur utan um virðisaukaskattsuppgjör og sendir með rafrænum hætti til yfirvalda. Lausnin reiknar uppgjörið og sannvottar áður en möguleiki er á að senda það rafrænt inn.

Afgreiðslukerfi

Advania Store

Lausnin býður upp á skráningu á tegund greiðslu með t.d. korti, peningum, millifærslu eða inneign.

Áskriftarreikningar

Advania Subscription Invoices

Lausnin heldur utan um samninga viðskiptavina vegna áskriftar á ákveðinni þjónustu eða vöru og einfaldar reikningakeyrslu. Lausnin hentar fyrirtækjum sem selja reglubundna þjónustu og vörur, svo sem húsaleigu, þrifaþjónustu, blaðaáskrift, bílaleigu o.s.frv.

Sjáðu allar viðbæturnar

Náið Microsoft samstarf

Stærsti kosturinn við að Microsoft hýsi og reki kerfið í skýinu er að útgáfur viðskiptavina eru uppfærðar mánaðarlega með minniháttar útgáfum og stærri útgáfum amk tvisvar sinnum á ári. Meðfram þessu hefur Advania lagt mikið upp úr því að færa sínar sérlausnir upp í AppSource, sem eru þá vottaðar af Microsoft, þannig að viðskiptavinir geti sótt íslenskar viðbætur í kerfið sitt, sem uppfærist einnig reglulega yfir árið, meðfram Business Central kerfinu.

Advania hefur átt í frábæru samstarfi við Microsoft, ekki síst tæknifólkið sem hefur komið að okkar lausnum og í sumum tilfellum hefur Microsoft gert breytingar á sínum kerfum svo þau styðji okkar viðskiptavini.

Fréttir af bókhaldskerfum

Á þessum veffundi var farið yfir splunkunýtt fyrirkomulag Business Central þjónustusamninga sem fela í sér töluverða breytingu á þjónustuveitingu Advania á Business Central.
Andri Már Helgason vörustjóri Business Central hjá Advania fjallar um nýja þjónustu- og rekstrarsamninga Business Central.
Fjölmennt var í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á morgunverðarfundinum Nýjungar í Business Central. Einnig var sýnt var frá viðburðinum á starfsstöð okkar á Akureyri í gegnum streymi. Upptakan frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum okkar.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa Business Central? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.