Stóri vinningurinn fyrir viðskiptagreind og áætlunargerð

Markviss árangursstjórnun sem byggir á hagnýtingu öflugs hugbúnaðar fyrir viðskiptagreind og áætlunargerð getur skilað fyrirtækjum og stofnunum hagræðingu og fjárhagslegum ávinningi. IBM Cognos hefur um árabil verið meðal þeirra fremstu í hugbúnaðarlausnum þegar kemur að viðskiptagreind (BI), áætlanagerð og árangurstjórnun.
Útgáfa með fjölda nýjunga og lægra verði
Hingað til hefur það aðeins verið á færi stórra fyrirtæki að nýta sér þennan öfluga hugbúnað. Nýverið gaf IBM út 10. útgáfuna af Cognos sem inniheldur fjölda nýjunga. Jafnframt hefur IBM endurskilgreint uppbyggingu Cognos notendaleyfa þannig að nú má skipta Cognos upp í þrjú stærðarþrep 1. Cognos Insight
2. Cognos Express
3. Cognos Enterprise
Cognos Express er að mínu mati „stóri vinningurinn“ fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja innleiða viðskiptagreind og stórbæta alla áætlunargerð hjá sér.
Samhæfð lausn sem mætir þörfum íslenskra fyrirtækja
IBM Cognos Express er fyrsta og eina samhæfða lausnin fyrir viðskiptagreind og áætlanagerð á markaðnum. Hámarks notendafjöldi fyrir Cognos Express eru 100 notendur en er að öðru leyti sambærilegur hugbúnaður og Cognos Enterprise. Þessi takmörkun hefur engin áhrif á flest íslensk fyrirtæki en þýðir að verðið á Cognos Express er aðeins brot af því sem Cognos lausnir hafa kostað hingað til. Cognos Express getur því opnað dyr íslenskra stjórnenda að stórbættri áætlungargerð, rekstraryfirsýn og auknum árangri.Cognos Express inniheldur:
- Skýrslugerð
- Greiningartæki
- Mælaborð
- Skorkort
- Áætlanagerð
Markviss greining og upplýsingamiðlun í rauntíma
Með Cognos Express verður öll greining og miðlun upplýsinga úr rekstri fyrirtækisins markvissari og árangursríkari. Cognos Express Planning er einn öflugasti hugbúnaður fyrir áætlunargerð sem völ er á í dag. Hann byggir á IBM Cognos TM1 sem er 64 bita In-Memory OLAP sem gerir það að verkum að allar breytingar uppfærast í rauntíma. Þetta þýðir að ekki þarf að bíða eftir tímastilltum keyrslum. Samhæfing viðskiptagreindar- og áætlanagerðar hluta Cognos Express gerir hana að einni mest spennandi lausn fyrir áætlunargerð og viðskiptagreind sem fáanleg er.
Um höfundinn
Hafa samband
Ef þú vilt vita meira um viðskiptagreind hafðu þá samband við Hallgrím með því að senda honum tölvupóst
TIL BAKA Í EFNISVEITU