30.5.2012 | Blogg

Með réttu upplýsingakerfi náum við betri yfirsýn

advania colors line
Sífellt eru gerðar meiri kröfur um upplýsingagjöf til stjórnenda fyrirtækja og annarra starfsmanna. Nánast daglega þarf að vera hægt að kalla fram greinargóðar skýrslur um fjárhagstöðu, birgðir og sölu. Með betri upplýsingakerfum og nútímatækni verður þetta auðveldara. Gott upplýsingakerfi sem hentar fyrirtækinu gefur þér góða yfirsýn yfir reksturinn. Þetta getur skipt sköpum í daglegum rekstri.  

Hvað er TOK?

Hvaða væntingar erum við með og hvaða eiginleikum viljum við að kerfið okkar búi yfir? Flóra íslenskra fyrirtækja er fjölbreytt og þegar upplýsingakerfi er valið þarf að hafa það í huga. TOK er sérhannað fyrir íslenskan markað og hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum. TOK er upplýsingakerfi sem hefur staðið fyrirtækjum á Íslandi til boða í þrjá áratugi. Á þeim tíma höfum við byggt upp mikla reynslu og þekkingu á þörfum viðskiptavina okkar hvað varðar bókhalds- og launakerfi.

Fjölbreyttur hópur notenda

TOK bókhalds- og launakerfið hefur verið eitt af vinsælustu kerfum landsins um árabil. Þúsundir fyrirtækja sem starfa í öllum greinum atvinnulífsins nota kerfið. Á meðal viðskiptavina sem reiða sig á TOK eru stóreldhús, bakarí, verslanir, hárgreiðslustofur, verktakar og fiskvinnslur.

Helstu kostir TOK

TOK er kerfi sem stækkar með rekstrinum, hægt er að byrja með grunnkerfi og bæta við einingum eftir því sem  fyrirtækið vex og dafnar.
 • Auðvelt og einfalt er að bóka í kerfið.
 • Launaútreikningur er fljótlegur.
 • Allar aðgerðir eru mjög sýnilegar.
 • Rafrænar tengingar, t.d rafrænir reikningar, greiðsluseðlar, virðisaukaskýrsla, staðgreiðsla, lífeyrissjóðsgjöld, stéttarfélagsgjöld og fleiri atriði.
 • Innlestur bankafærslna beint í dagbók.
 • Greinagóðar skýrslur sem aðstoða við eftirlit með kostnaði og tekjum. Auðvelt er að kalla fram Excel og Pivot töflur, ásamt algengustu skýrslum.
 • Flýtiaðgerðir og öflug vefhjálp eru í kerfinu.

TOK er í sífelldri þróun

TOK bókhalds og launakerfi er í sífelldri þróun. Þróunardeild TOK er skipuð öflugu fólki sem vinnur við að styrkja TOK og bæta við nýjungum. Í þessum töluðu orðum er verið að skipuleggja hvað eigi að koma í næstu útgáfu og tökum við glöð á móti hugmyndum frá okkar viðskiptavinum. Framtíðarsýnin er að stjórnandi geti kallað fram skýrslur úr rekstrinum eða jafnvel gert færslur í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur. Einnig viljum við bæta við pantanaskráningum og verkskráningu. 

Hvert stefna upplýsingakerfi? 

Pappírslaus viðskipti aukast dag frá degi. Tengjast má fjármálastofnunum landsins beint. Með Skeytamiðlun Advania má senda reikninga rafrænt  beint til viðskiptavinar. Einnig má senda virðisaukaskýrslur, skilagrein staðgreiðslu lífeyrissjóða yfir internetið með öruggum hætti. Framtíðin er rafræn og þar leiðir TOK þróunina. 

Umsagnir viðskiptavina

 • TOK hefur staðið undir öllum okkar væntingum.
 • TOK er auðvelt í notkun.
 • Þjónustan er góð og mæli ég með kerfinu.
 • Góð eftirfylgni og þjónusta.

Hafa samband
Viltu vita meira um TOK? Hafðu samband við Sigrúnu Eir með því að senda henni tölvupóst.

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU