13.6.2012 | Blogg

Gott bókhald er grunnur að góðum ákvörðunum

advania colors line

Margir segjast færa bókhald af illri nauðsyn. Það er nauðsynlegt svo hægt sé að búa til og skila inn ársreikningi og skattalegu uppgjöri. Ef þú vilt nýta fjárfestinguna í bókhaldskerfi út í ystu æsar skaltu hafa í huga að aldrei næst meira út úr kerfinu en sett er inn í það.

Gott skipulag

Til að ná út góðum og gagnlegum upplýsingum er lykilatriði að skipuleggja bókhaldið vel. Margir kannast við það að ef hlutum er hrúgað einhvern veginn inn í bílskúr eða geymslu finnst aldrei neitt þegar á þarf að halda. En ef gengið er frá dóti í röð og reglu er auðvelt að finna það sem leitað er að hverju sinni.

Nýjar upplýsingar nýtast best

Sama lögmál gildir um bókhaldið. Vel skipulagt og fært bókhald getur gefið miklar og góðar upplýsingar um reksturinn, bæði tekjur og kostnað. Bókhaldið þarf að færa jafnóðum þar sem að nýjar upplýsingar nýtast best við að taka skynsamlegar ákvarðanir og þar með skila góðum rekstri.

Dæmi: Þú er með gamla vél í rekstri og hún er notuð til að framleiða vöru. Þú er að velta því fyrir þér að endurnýja hana. Hvað þarftu þá að skoða? Hvaða tekjur eru af vélinni? Hvað kostar rekstur vélarinnar? Þessar upplýsingar liggja allar í bókhaldsgögnunum og alltaf hægt að finna þær þar. Það fer alveg eftir því hvernig bókhaldið hefur verið skipulagt og fært hversu auðvelt er að nálgast upplýsingarnar.

Aðgengilegar og sundurgreinanlegar upplýsingar

Hafi bókhaldið verið fært þannig að allur rekstrarkostnaður allra véla sé settur saman án þess að greina á milli hvað tilheyrir hvaða vél kostar það mikla vinnu að finna þessar upplýsingar. Hafi hins vegar verið hugað að því að hafa möguleika á greiningu kostnaðar niður á hverja vél þegar bókhaldið var fært, fást upplýsingarnar strax í skýrslu eða lista.

Fleiri möguleikar en þú heldur

Við sem þjónustum bókhaldskerfi vitum hvaða möguleikar eru í boði í hverju kerfi. Við getum aðstoðað þig við að stilla bókhaldskerfið þitt þannig að það nýtist þér sem einfalt og aðgengilegt upplýsingakerfi. Í upphafi skyldi endinn skoða. 


Hafðu samband

Viltu vita meira um bókhaldskerfi og hagnýtingu. Hafðu samband við Þórdísi Guðrúnu með því að senda henni tölvupóst.  


TIL BAKA Í EFNISVEITU