30.8.2012 | Blogg

Sparaðu prentkostnað um allt að 30%

advania colors line
Rannsóknir Gartner Group hafa leitt í ljós að fyrirtæki vanmeta kostnað vegna prentunar að meðaltali um 50%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að 10% af allri útprentun fyrirtækja fer beinustu leið í ruslafötuna. 

Með prentrekstrarþjónustu Advania er mögulegt að:

  • Lækka heildarkostnað vegna prentunar um allt að 30%
  • Draga úr umhverfisáhrifum með stýrðri prentun
  • Auka skilvirkni með útvistun á prentrekstri
  • Bæta upplýsingaöryggi 

Umhverfisvernd skiptir máli

Prentrekstur Advania miðar að því að nýta búnað betur og með virkri stýringu á prentun má draga verulega úr fjölda prentaðra blaðsíðna, notkun prenthylkja og orkunotkun. Það er því enginn tilviljun að Umhverfisstofnun ákvað að ganga til samstarfs við Advania um prentrekstur. 


Náið samstarf Advania og Xerox

Prentrekstur Advania byggir á svokallaðri Managed Print Services þjónustu frá Xerox. Hún felur í sér alrekstur og útvistun á prentumhverfi fyrirtækja. Allur rekstrar- og þjónustukostnaður er innifalinn og viðskiptavinurinn greiðir einungis fyrir hvert prentað eintak. Xerox er í fremstu röð þegar kemur að prentun og Xerox er einnig leiðandi í úthýstri prentþjónustu. Greiningarfyrirtækið Gartner hefur útnefnt Xerox sem leiðandi í MPS lausnum (Magic Quadrant greining Gartners). IDC greiningarfyrirtækið hefur einnig skilgreint hvað felst í afbragðs prentþjónustu og uppfylla lausnir Xerox allar kröfur IDC.  

Hver vill ekki spara í rekstri?

Með innleiðingu á prentrekstri Advania á að vera hægt að ná allt að 30% lækkun á heildarkostnaði við prentun. Prentrekstur lágmarkar þörfina fyrir útskiptingu á búnaði. Þetta þýðir að fjárfesting í prentbúnaði nýtist áfram þó aðferðarfræði við rekstur sé breytt. Engin stofnkostnaður fellur til þegar fyrirtæki fara í prentrekstur hjá Advania.

Betri nýting á tíma starfsmanna

Með prentþjónustu Advania gefst starfsfólki meira tóm til að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni. Sjálfvirk stjórnun prentumhverfis sér til þess að Þjónustuborð Advania fær upplýsingar um öll frávik, t.d. ef að prenthylki er að klárast eða ef vélbúnaðarbilun á sér stað. Advania sendir einn heildarreikning fyrir prentrekstur sem auðveldar fyrirtækinu verulega að ná yfirsýn yfir kostnað tengdum prentun. Þetta er mikil breyting fyrir flest fyrirtæki enda er kostnaður við prentun oft falinn.

Aukið upplýsingaöryggi

Starfsemi Xerox og Advania eru vottuð með ISO 27001 öryggisvottun. Sjálfvirk stjórnun prentumhverfis, aðgangsstýring að prenttækjum með auðkenniskortum og rekjanleg notkun prentara bætir upplýsingaöryggi verulega.

Dæmi um innleiðingarferli og árangur af því

Advania hefur í nánu samstarfi við Xerox þróað fullkomið innleiðingarferli fyrir prentrekstur. Innleiðingaferlið er framkvæmt í eftirtöldum skrefum:


Úttekt
Ítarleg úttekt á núverandi prentumhverfi er gerð af prentsérfræðingum Advania. Farið er yfir tækifæri til sparnaðar og hagræðingar í rekstri. Myndin hérna fyrir neðan sýnir fjölda prentara og staðsetningar þeirra í skrifstofurými viðskiptavinar. 

Hönnun
Í hönnunarferlinu er tillaga að nýju prentumhverfi sett fram. Markmiðið er að bæta virkni prentumhverfisins, hagræða í notkun og minnka kostnað. Áður en ráðgjafar Xerox fóru yfir prentumhverfið í skrifstofurýminu voru þar 17 prenttæki. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan þá var unnt að fækka prenturum úr 17 niður í sjö. Þessi breyting lækkaði kostnað fyrirtækisins vegna prentunar verulega eða um 24%. 


Innleiðing
Í samráði við viðskiptavininn er farið í innleiðingu á nýju prentumhverfi. Innleiðingin fer fram í fullu samráði við starfsfólk í hverri deild og reynt er að hafa sem minnst áhrif á vinnuumhverfi starfsfólks á meðan á innleiðingu stendur.

Rekstur
Advania stýrir prentumhverfinu og sér til þess að rekstrarvara sé til staðar. Reglulega eru haldnir stöðufundir með viðskiptavininum þar sem farið er yfir núverandi stöðu og komið fram með tillögur til þess að ná fram aukinni hagræðingu

Haldgóður ávinningur af prentrekstri Advania

Prentrekstur Advania er kjörin leið fyrir fyrirtæki. Með því að útvista allri umsýslu varðandi prentara fyrirtækisins sparast töluverður tími hjá starfsfólki sem annars fer í að vandræðast við að „koma prentaranum í gang“. Afraksturinn er lægri kostnaður, minni umhverfisáhrif, aukið upplýsingaöryggi og það sem skiptir hvað mestu máli ánægðara starfsfólk. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU