26.10.2012 | Blogg
Allt sem þú vildir vita um Windows 8 en þorðir ekki að spyrja um

Þó að Windows 8 hafi verið í boði fyrir fyrirtæki í nokkurn tíma þá hefst sala og markaðssetning fyrir alvöru hjá Microsoft og samstarfsfélögum 26. október. Nokkur nýmæli eru við þessa útgáfu Microsoft á nýju stýrikerfi.
Nýtt skýrikerfi og nýjar vélar
Microsoft gefur út nýja útgáfu af Windows stýrikerfinu sem kallast Windows RT og hefur jafnframt sölu á nýjum framúrstefnulegum tölvum sem kallast Microsoft Surface. Afgreiðsla og dreifing á þeim er í höndunum á Microsoft, að minnsta kosti til að byrja með. Ísland er því miður ekki komið á lista yfir þau lönd þar sem boðið verður upp á Microsoft Surface.
Windows RT
Windows RT útgáfan er gerð fyrir aðra örgjörva en venjulegt Windows stýrikerfi og fæst aðeins uppsett á vélum frá vélbúnaðarframleiðendum eins og Microsoft og Dell. Microsoft kemur með þessu til móts við kröfur markaðarins um sérhæfðar lausnir fyrir vel skilgreindar þarfir svo sem "Tablet" og orkunýtnari tækjabúnað og lausnir í skýinu (e. cloud).Nokkur atriði um Windows RT vélar
Markvert | Orkusparandi örgjörvar svo sem NVIDIA T30, Atom eða ARM. |
Þráðlaus samskipti, Bluetooth, WiFi, 3G/LTE ofl. |
|
Yfirleitt með snertiskjá og á einhverskonar "Tablet" eða "Hybrid" formi |
|
Langur endingartími rafhlöðu, að lágmarki 8 til 10 tímar |
|
Úrval af hugbúnaði fylgir, svo sem Office RT og Skype |
|
Margir framleiðendur, mikið úrval og lág verð |
|
Öpp |
Hugbúnað er aðeins hægt að nálgast í gegnum "Store" |
Tæki | Hægt að taka myndir og vídeó. henta vel fyrir afþeyingu, til dæmis að spila bíómyndir og tónlist |
USB, MicroSDXC, vídeo út, heyrnartól og port svo sem "docks" |
|
Skynjarar | Áttaviti, hreyfiskynjari, ljósnemar og GPS |
Windows 8
Að sjálfsögðu kemur nú út hefðbundin uppfærsla á Windows. Microsoft gefur út tvær útgáfur af Windows 8: Windows 8 fyrir heimili og Windows 8 Professional fyrir heimili, skóla og fyrirtæki. Þeir sem keypt hafa Windows stýrikerfi og tölvur með Windows frá því í júní 2012 stendur til boða að fá uppfærslu upp í Windows 8 Professional fyrir 2.400 krónur. Þeir notendur sem eiga eldri Windows vélar sem geta keyrt Windows 8 geta á næstu mánuðum uppfært vélina sína í Windows Professional fyrir 9.900 kr. með VSK.Nokkrar Windows 8 nýjungar
Notendaviðmót | Modern UI með „Live Tiles“ - ný nálgun á notendaviðmót |
Gamla umhverfið verður sérstakt „App“ sem kallast „Desktop“ |
|
Viðmótið er hannað til að gefa persónulega yfirsýn á öllum stærðum og gerðum á skjám |
|
Snerting |
Snertiskjáir eru framtíðin. Fullur stuðningur við „Multitouch“ tæki sem skilja „Gestures“ eða samþættar hreyfingar, t.d. að „klípa“ til að minnka myndir |
Hraði |
Minni kjarni, færri aðgerðir ásamt nýjungum í ræsingu og stjórnun gera stýrikerfið mun hraðvirkara |
„Charms“ er nýr staðall sem leyfir notanda að breyta stillingum á sama hátt fyrir öll forrit og sparar þannig tíma. |
|
Með nýjum „Taskmanager“ er enn auðveldara að sjá hvað forrit nýta mikið af minni, diskum og neti. |
|
Öruggi | Windows 8 nýtir nýjustu tækni til að gera tölvuna öruggari á Netinu. Einnig viðbótarlausnir til að loka aðgöngum og dulkóða gögn svo óviðkomandi komist ekki í innihaldið. T.d. "Picture Password" |
Fyrir fyrirtæki |
Með "Software Assurance" ofan á Windows leyfið fást viðbótar lausnir og tól til að aðlaga umhverfið að þörfum fyrirtækja og notenda. T.d. Hyper-V og "Windows To Go" |
Dell og Windows 8
Þessa dagana er Dell að hefja sölu á sérhönnuðum tölvum sem fullnýta nýjustu möguleika í Windows 8. Nánar um Dell og Windows 8. Dell verður með fjölbreytt úrval tölvubúnaðar sem keyrir á Windows 8:
- "All in One" vélar með snertiskjá
- "Hybrid" vélar sem eru bæði spjaldtölvur og ferðavélar
- Vélar með snertiskjá sem snýst eftir því hvernig notandinn vill hafa hann
- "Venjulegar gamaldags" tölvur