21.11.2012 | Blogg

Hvernig er staðan á hjartanu í fyrirtækinu þínu?

advania colors line

Erfitt efnahagsástand undanfarina ára hefur vakið stjórnendur til vitundar að ekki þýðir að eiga of  mikið magn af birgðum. Það er því nauðsynlegt að taka reglulega til í birgðum. Það er þó ekki eins einfalt eins og það virðist við fyrstu sýn og lausnin er ekki alltaf að panta inn minna.

Tiltekt – út með það gamla og inn með það nýja

Nauðsynlegt er að byrja á því að skoða þær birgðir sem eru til staðar og hreinsa burt birgðir sem ekki hreyfast enda er það dýrt að hafa vörugeymslur fullar af gömlum birgðum. Þegar búið er að losa um pláss í vörugeymslu er svo hægt að finna góða aðferð til að áætla ný innkaup. Oft á tíðum eru ferlar starfsfólks sem vinna að birgðastjórnun ekki nógu vel skilgreindir eða þeir ráðast af gömlum vana. Erfitt getur verið að fá starfsfólk til þess að breyta hugsunarhætti og starfsháttum. Með því að skilgreina ferla á einfaldan hátt með flæðiriti og gera þá sýnilega fyrir alla þá eykst skilningur og þekking starfsfólks á góðu birgðahaldi og verklag batnar.

Hugmyndafræðin á bakvið birgðaráðgjöf

Flest fyrirtæki eiga það sammerkt að vilja veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu. Því þarf að tryggja að flæði hráefna, hálf- og fullunninna vara sé gott. Jafnframt þarf að efla upplýsingarflæði í allri aðfangakeðjunni. Þannig er hægt að tryggja skilvirkni í afgreiðslu á vörum og þjónustu til viðskiptavina og ná samkeppnisforskoti. Vörustjórnun felur í sér eftirfarandi:

  • Áætlanagerð
  • Framkvæmd og stjórnun flæðis hráefna, hálf- og fullunninna vara
  • Upplýsingaflæði - allt frá upphafspunkti til endalegs neytanda með sem hagkvæmustum hætti og í samræmi við kröfur markaðarins

Hvernig er hægt að bregðast við birgðavandamálum?

Það er  mikilvægt að takast á við birgðavandamál og það má gera með hjálp viðskiptakerfa. Flest viðskiptakerfi eru byggð upp á þann hátt að ef þau eru notuð rétt má finna einfalda og góða leið til að starfsfólk geti fylgt góðum ferlum hvað varðar birgðahald. Með aukinni notkun á viðskiptakerfum gefst til dæmis betri yfirsýn yfir kostnað sem tengist birgðum, tíma sem tekur að panta vörur, rýrnun á vörum  og mikilvægi þess að ferlar sem starfsmenn fylgja tengist saman. Þessi yfirsýn gefur færi á því að breyta ferlum þannig að dregið er úr kostnaði, tíma og fyrirhöfn við að panta vörur og koma í veg fyrir rýrnun. Þetta skilar sér í auknum hagnaði og bættri þjónustu við viðskiptavini.

Hafðu samband

Viltu vita meira um birgðaráðgjöf og hvernig hægt er að nýta þitt viðskiptakerfi betur. Hafðu samband við ráðgjafa með því að senda tölvupóst gudrunv@advania.is

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU