12.12.2012 | Blogg
Gæði gagna skipta máli

Gæði gagna eru mörgum hugleikin en misjafnt getur verið hversu vel gengur að sigrast á lélegum gæðum gagna. Vandamál tengd gæðum gagna má stundum rekja til:
- innsláttar upplýsinga í jaðarkerfi
- flutnings gagna á milli kerfa
- breytingu gagna við birtingu
- óvandaðra útreikninga.
Í grein minni sem birtist nýverið á vef The Data Warehousing Institute (TDWI) er farið yfir reynslu Advania í að samþætta vöruflokka frá mismunandi kerfum dótturfélaga okkar. Í því samhengi er rætt um stjórnun gagnagæða og aðalgagna sem nauðsynleg verkfæri. Einnig er rætt almennt um gæði gagna og hvað hægt er að gera til þess að tryggja að þau séu í hámarki.
TIL BAKA Í EFNISVEITU