12.2.2013 | Blogg

Verð ég að vita allt um launamál til að geta notað launakerfi?

advania colors line

Launavinnsla er mikil nákvæmisvinna og mörgu er að hyggja. Launakerfi geta aldrei gert allt og þeir sem vinna með launakerfi þurfa til dæmis að geta sett inn launakjör einstakra starfsmanna í samræmi við kjarasamninga og gildandi lög. Ákveðin grunnþekking er því nauðsynleg. Þú getur aflað þér þessarar þekkingar, til dæmis með því að hafa samband við Advania, Samtök Atvinnulífsins, Ríkisskattstjóra eða lífeyrissjóði.

Hvernig færðu sem mest út úr launakerfinu þínu?

Launaleynd ríkir í flestum fyrirtækjum á Íslandi og því þarf að gæta þess að hver sem er komist ekki inn í kerfið. Huga þarf að kjarasamningum eða einstaklingsbundum samningum við hvern og einn starfsmann. Greiða þarf rétt út miðað við unna tíma og svo framvegis. Nútíma launakerfi eru hönnuð til þess að spara mönnum sporin og draga úr kostnaði og fyrirhöfn. Því vaknar sú spurning hvernig má spara vinnu og auka nákvæmni við launaútreikninga?

Ertu að prenta allt út?

Spara má kostnað við póstburðargjöld og pappír með því að senda sem mest rafrænt. Þetta er hagræði fyrir launþega enda hafa þeir þá aðgang að launaseðlum í sínum heimabanka sjö ár aftur í tímann. Ennfremur má senda upplýsingar um staðgreiðslu skatta rafrænt til yfirvalda ásamt launamiðum í lok árs. Langflestir lífeyrissjóðir taka við rafrænum skilum vegna lífeyris– og stéttarfélagsiðgjalda. Með þessu sparast heilmikill kostnaður, vinna og fyrirhöfn.

Ertu að slá inn tíma í launakerfið?

Lesa má inn unna tíma frá tímaskráningakerfum og verkbókhaldskerfum beint inn í flest launakerfi og þannig má spara mikinn tíma í innslætti og minnka líkur á mistökum. Þetta skilar sér í nákvæmari launagreiðslum. Það sem launagreiðandi leggur út fyrir starfsmann t.d. í mötuneyti, gjafir eða árshátíðir má lesa inn í launakerfi með sérstökum skjölum.

Eru starfsmenn í viðskiptum við fyrirtækið?

Með því að tengja starfsmann við viðskiptamannakerfið, má auðveldlega sækja úttektir og færa inn í launin, eins og vöruúttektir og fyrirframgreidd laun.

Þarf ég launakerfi?

Það skiptir ekki máli hversu margir launþegarnir eru. Það þarf alltaf að skila inn launatengdum gjöldum og getur slíkt verið flókið hafi menn ekki aðgang að kerfi sem reikna þau og skila þeim út rétt.

Hvað er framundan?

Samkvæmt mörgum gildandi kjarasamningum urðu breytingar á launakjörum núna 1. febrúar. Flest launakerfi bjóða upp á aðgerð þar sem launaliðum er breytt með örfáum smellum.

Hvað þarf gott launakerfi að hafa til brunns að bera?

  • Geta haldið utan um almennar upplýsingar um launþega
  • Geta haldið utan um mismunandi tegundir vinnu eins og  mánaðarlaun, dagvinnu og eftirvinnu
  • Gott utanumhald launatengdra gjalda
  • Einfaldar orlofsvinnslur og utanumhald
  • Rafræn skil skilagreina
  • Rafræn skil launaseðla
  • Greinagóðar skýrslur til afstemmingar
  • Auðveldan flutning í fjárhagskerfi
  • Greið samskipti við tímaskráningarkerfi

Viltu vita meira?

Komdu þá á launamessu hjá Advania þann 22. febrúar eða hafðu samband við Sigrúnu Eir Héðinsdóttur eða Þóreyju Sigurbjörnsdóttur.TIL BAKA Í EFNISVEITU